Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 38
236
BTÍNaÐaRRIT
nefnd. Mætti pá ætla að sá verkfróði maður, sem Bún-
aðarfjelagið og Sambandið tæki i sina þjónustu, til að
annast um verkfæri, gæti komið í stað verkfæraráðu-
nauts þess, er síðasta Búnaðarþing ætlaðist til að Bún-
aðarfjelagið tæki í þjónustu sina, og gæti þetta þá orðið
til sparnaðar fyrir fjelagið. Takist þessi samvinna, þá
getur nefndin verið því sammála, sem stjórn fjelagsins
hefir bent á í brjefi til stjórnarráðsins 26. nóv. 1920,
um nefndarskipun til að reyna verkfærin.
Nefndin leggur því til að Búnaðarþingið hverfi að
þessu ráði.
7. Jarðræktarnefnd hefir borist brjef frá Magnúsi And-
rjessyni, sem ritað er til Búnaðarþingsins. Brjef þetta
er þannig að efni til, að nefndin telur sig hvorki geta
mælt með því eða móti, þar eð það sem þar ræðir
um hlýtur að liggja undir ákvæði fjelagsstjórnarinnar.
Nefndin leggur því til að erindi þessu sje vísað til
fjelagsstjórnarinnar.
8. Skjöl þau, er nefndinni voru afhent, um ræktun lands
í Fossvogi, og um kaup á þúfnabananum, hefir nefnd-
in athugað. En þar sem þetta eru bein fjárhagsmál,
eins og nú stendur, þá hefir nefndin afhent fjárhags-
nefnd skjöl þessi til athugunar og umsagnar.
11. Til jarðræktariiefndar Iiúnaðarþingsins.
Oþarft mun vera að fjöjyrða um það, hve ónógir þeir
starfskraftar eru, sem nú eru til taks í sveitunum, til þess
að sinna og vinna að mælingum og undirbúningi til áveitu-
fyrirtækja. Þykist jeg vita, að háttvirt jarðræktarnefnd líti
svo á, að ekkert megi láta ógert sem gerlegt sje, til þess
að bæta úr þessum tilfinnanlegu vandkvæðum, enda þótt
það muni þykja lítt framkvæmanlcgt, að aukið verði svo
við starfandi menn við Búnaðarfjelagið sjálft, að það geti
sint öllum mælingum út um ait land, enda óvist að það
sje hentugt, að allir þeir sem við það fást hafi bœkistöð
sina á sama stað.
Á hinn bóginn verður að reyna að tryggja það sem