Búnaðarrit - 01.12.1921, Qupperneq 39
T3UNAÐARRIT
237
best, að mælingar þær, sem gerðar eru, verði sem ábyggi-
legastar, og að helst verði fylgt föstu iormi, svo samræmi
komi sem mest í þær allar.
Með þeim starfskröftum og þvi fje, sem er fyrir hendi,
hygg jeg heppilegast að koma því þannig fyrir, að jeg á
ferðum mínum um landið komist í samband við sýslnbú-
frœðinga eða aðra þá menn, er fást eða vilja fást við
áveitumælingar og þvíumlíkt. Að þeim á einn eða annan
hátt geíist kostur á að vera með mjer við þau verk, sem
jeg geri í námunda við þá, svo jeg geti leiðbeint þeim og
kent, um leið og jeg vinn verkið.
Væri líklega hentugt, ef Búnaðarfjelagið sæi sjer fært, að
stj’rkja þetta þannig, að fjelagið bæri allan beinan kostnað,
svo sem ferðakostnað, næturgreiða og þvíumlikt, án þess
þó að gjalda mönnunum kaup.
Hugmynd mín er sú, að þessir menn ynnu síðan að
nokkru leyti undir umsjón Búnaðarfjelagsins, þannig að
þeir gerðu grein fyrir þeim mælingum, er þeir gerðu, og
þeim verkum, sem þeir sæju um á hverju ári. Að þaö
kæmist á, að menn fengju ekki opinberan styrk fyrir fram-
kvæmd verk, nema að þau væru mæld af þeim mönnum,
sem fjelagið ynni með eða viðurkendi, eða vitanlega hall
þá kunnáltu til að bera, sem þörf er á. Jeg játa að örðugt
mun vera að koma þessu á I skjótri svipan, en nhkið ætti
að vinnast, ef stefnt væri að þessu. Þá kæmi knýjandi
nauðsyn á að fá verulega hæfa menn út um land alt, til
þess að gera nauðsynlegar raælíngar, sem þættu ábyggi-
legar, en þá væri mikið unnið.
Til þess að samvinna kæmist á milli Búnaðarfjelagsins
og annara, sem vinua að áveitumælingum og þ. u. 1. út
um landið, þarf að leggja töluverl fram af starfskröftum
frá Búnaðarfjelaginu sjálfu í bili. Jeg geri ráð fyrir að
nauðsynlegt muni vera, að styrkja menn eilthvað til verk-
færakaupa, auk þess sem skrifstofustarfið eykst við það,
að sinna þarf öllum þeim skilríkjum, sem koma frá mæl-
ingamönnum út um landið — færa þau til betri vegar og
gera við þau athugasemdir, ef þau reynast eigi sem skyldi.
Til þessa starfa hefi jeg hugsað mjer að best væri að
halda manni þeim, sem verið helir við mælingar með