Búnaðarrit - 01.12.1921, Side 45
BÚNAÐARRIT
243
Nefndin leggur til, að búnaðarþingið óski þess, að fje-
lagsstjórnin hlutist til um, að fjelagsmönnum, sem ekki
eru mættir á aðalfundi, gefist kostur á að taka þátt í full-
truakosningu til búnaðarþings með skriflegu atkvæði.
Frekari breytingar á lögum fjelagsins, sem æskilegt þætti
að gerðar yrðu, sje búnaðarfjelagsstjórninni falið að undir-
búa undir næsta búnaðarþing.
II.
Nefndinni hefir ennfremur verið afhent til athugunar
frumvarp til laga fyrir lireppabúnaðarfjelög. En með því
að nefndin lítur svo á, að athugavert sje að ganga mjög
nærri sjálfsákvörðunarrjetti búnaðarfjelaganna til skipunar
á fjelagslögunum, sem hverju þeirra þykir sjer henta best,
og nefndin hins vegar getur elcki sjeð, að hún hafi yfir
þeim tíma að ráða, sem til þess útheimtist að athuga þetta
mál rækilega, þá leyfir hún sjer að leggja til, að þessu
máli sje vísað til fjelagsstjórnarinnar og henni falið að
leita samkomulags við búnaðarfjelögin um þær lagabreyt-
ingar, sem henni þykir ástæða til að gerðar sjeu á lögum
þeirra í liverju einstöku tilfelli.
Búnaðarþingið æskir þess, að stjórn Búnaðarfjelagsins
undirbúi og leggi fyrir næsta búnaðarþing, frumvarp til
laga fyrir sveita-búnaðarfjelögin.
15. Um kaup á þúfnnbauaiuini. Frá fjárliagsnefnd.
Forseti Búnaðarfjelagsins hefir gefið Búnaðarþinginu upp-
lýsingar um útvegun á, og hinar væntanlegu tilraunir með,
og ef til kemur kaup á þúfnabana (»Fras«-vjel) þeim, sem
væntanlegur er til fjelagsins i þessum mánuði. — Hefir fjár-
hagsnefnd Búnaðarþingsins orðíð ásátt um að leggja til,
úr því sem koinið er, að búnaðarþingið samþykki eftir-
farandi tillögu:
»Fari svo, að tilraunir með þúfnabanann leiði það
í Ijós, að dómi þar til kvaddra manna, að vjelin reyn-
ist nothæf til jarðræktar hjer á landi, heimilar Bún-