Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 52
250
BÚNABARRIT
Fleiri óskuðu eigi að taka til máls, og sagði fundar-
stjóri því fundinum slitið.
2. f u n d u r
um búnaðarmálefni var settur 28. júní kl. 81/* síðd.
Fundargerð síðasta fundar iesin upp og samþykt, og:
var því næst gengið að dagskrá.
Halldór Vilhjálmsson skólastjóri talaði um
Heyverkun.
Kvaðst hann aðallega mundi tala um votheysverkun.
0at þess að reynslan hefði sýnt, að votheysverkun gæti
vel gengið hjer á landi, en þó væri hún sorglega lítið
útbreidd. Taldi hann það mest stafa af þekkingarskorti
og áhugaleysi landsmanna.
Skýrði fyrir mönnum hvers vegna þeir ættu að búa
til vothey, en vísaði til ritgerðar sinnar í „Búnaðarritinu",
um hvernig ætti að búa það til. Hvatti hann alla til
þess að búa til vothey, en þó haga sjer eftir kringum- ,
stæðum, í því hve mikið þeir gerðu að þvi. Þá mintist
hann á hvernig votheysgjöf skyldi hagað, og hvernig
það gæti unnið á ýmsum kvillum, er orsakast af illa
verkuðu þurheyi. Þá lýsti hann áhrifum votheys á beit-
þol hesta og sauðfjár. Taldi hann upp kosti þess sem
fóðurs og áhrif þess á mjólk og smjör. Skýrði hann
síðan stuttlega frá votheystilraunum er gerðar hefðu
verið á Hvanneyri, og visaði til ritgerðar sinnar um
þetta efni i „Tímanum". Las hann einnig upp álykt-
unarorð fjármanns síns um votheyið, í sambandi við
tilraunirnar. Skýrði frá hve mikið af votheyi hann hefði
geíið ám sínum og kúm siðast.liðinn vetur. Benti hann
á og bar saman efnarannsóknir á töðu þurkaðri og vot-
heysverkaðri, mintist á veðráttufar siðasta sumars, vand-
kvæði á þurheysverkun og þar af leiðandi ástæðu til
votheysverkunar. Einnig lýsti hann hvernig votheystóftin