Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 54
262
BÚNAÐARRIT
Fundarstjóri þakkaöi ræðumanni, og gaf síðan orðið
Iaust. Til máls tóku:
Gunnlaugur Kristmundsson,
Guðmundur Ásmundsson,
Sigurður Sigurðsson, forseti.
Sigurður Sigurðssoo, ráðunautur,
Guðmundur Þorbjarnarson,
Guðmundur Jósafatsson,
Halldór Jónsson,
Jónas Þorbergsson,
Konráð Vilhjálmsson,
Jósep Björnsson.
Ræðumenn ljetu í ijósi álit sitt á fyrirlestrum þeim,
sem fluttir höfðu verið. Margir þeirra gerðu einnig fyrir-
spurnir til skólastjóranna viðvíkjandi fyrirlestrum þeirra,
og var þeim greiðlega svarað.
Að umræðum loknum var fundi slitið.
3. f u n d u r
um búnaðarmál, var settur miðvikudaginn 29. júní kl.
81/* síðd.
Fundargerð siðasta fundar var lesin upp og samþykt,
og því næst gengið að dagskrá.
Valtýr Stefánsson, ráðunautur, talaði um
Áreitur.
Gat hann fyrst um, að i sýningarskránni hefði fyrir-
sögn fyrirlesturs hans misprentast. Þar stæði „Ræktun
landsins“ í staðinn íyrir „Áveitur". Lýsti hann síðan
skoðun manna yflrleitt á búfræðingum og skoðun sinni
á þeim. Mintist á áveitur í nágrannalöndunum, áhrif
þeirra og álit manna á þeim. Drap síðan á viðleitni
Sigurðar ráðunauts Sigurðssonar, til að safna upplýsing-