Búnaðarrit - 01.12.1921, Side 55
BÚNAÐARRIT
263
um um áveitur hjer á landi, og las upp nokkra kafla
úr ritgerðum S. S. um þetta efni. Skifti siðan áveitu-
iöndunum í flokka og lýsti þeim. Þá skýrði hann stutt-
lega frá nytsemi áveitunnar yfirleitt, og útskýrði fyrir-
komulag hennar og tilgang, og gagn það er hún gerði
hverjum flokki áveitulanda fyrir sig.
Ljet hann að síðustu þá von í ljósi, að áveiturnar
mundu leggja sinn skerf til framfaranna í búnaðinum
hjer á landi.
Fundarstjóri þakkaði fyrirlesturinn, og gaf síðan næsta
fyrirlesara orðið.
Árni Eyland, búfræðingur, talaði um
Yerkfæri.
Fór hann fyrst nokkrum orðum um þýðingu verkfæra
og val á þeim. Skýrði síðan st.uttlega frá kröfum þeim,
sem menn ættu að gera til verkfæra, og sjerkröfum,
sem menn þyrftu að gera til verkfæra þeirra, sem ætti
að nota hjer á landi.
Mintist hann á ljelega meðferð íslendinga á verkfær-
um og afleiftingar hennar. Drap á verðgildi verkfæra
þeirra, sem notuð eru i nágrannalöndunum. Sýndi að
síðustu allmargar norskar skuggamyndir af ýmsum verk-
færum og gaf viðeigandi skýringar á þeim.
Fundarstjóri þakkaði ræðumauni og gat þess, að tím-
inn væri orðinn of naumur til að halda þriðja fyrirlest-
urinn, eins og tilætlunin heíði verið. Bauð hann síðan
orðið laust, en enginn vildi taka til máls, og var því
fundi slitið.
4. f u n d u r
um búnaðarmálefni var settur fimtudaginn 30. júní ki.
8l/* siðd. — Fundargerft síðasta fundar lesin upp og
samþykt. Síðan gengið að dagskrá.