Búnaðarrit - 01.12.1921, Side 57
BÚNAÐAKRIT
255
skrá fjelagsins. Þá rakti fyrirlesari nokkuð framkvæmdir
og starfsemi fjelagsins frá fyrstu, og gat um hina helstu
starfsmenn þess í því sambandi. Einnig mintist hann á
rannsóknir og tilraunir fjelagsins, bæði viðvíkjandi sljett-
unaraðferðinni, áburðarnotkun og rófnarækt.
Þá mintist ræðumaður á garðræktartilraunir fjelagsins,
og sömuleiðis tilraunir þær, sem gerðar höfðu verið með
skógrækt. Taldi hann fjelagið hafa stigið stórt spor í
framfaraáttina í þessu máli. Einnig gat hann um rann-
sókn þá, sem fjelagið hafði látið framkvæma, um hverja
þýðingu friðun fands hefði fyrir uppskeruna.
Skýrði hann því næst frá ritum þeim, sem fjelagið
hefði geflð út um staifsemi sína, og námsskeið þau,
sem haldin hafa verið við gróðrarstöð flelagsins, og
hverja þýðingu það hafl haft fyrir útbreiðslu garðræktar
hjer á landi. Gat ennfremur um leiðbeiningar þær, sem
fjelagið heíði gefið bændum með tilsögn ráðunauta sinna,
einnig hefði fjelagið haft á hendi útvegun verkfæra fyrir
bændur Norðanlands
Lauk hann erindi sínu með því að minnast á, hve
almenna þýðingu fjelagið hefði haft fyrir norðlenskan
búnað, og fór því næst með visuna:
„Eitt er ráð* o. s. frv.
Fundarstjóri þakkaði ræðumanni, og gaf síðan orðið
laust, þar eð fleiri fyrirlestrar skyldu eigi verða fluttir
þetta kvöld. — Til máls tóku:
Gunnlaugur Kristmundsson,
Einar J. Reynis,
Páll Zóphóníasson, skólastj.
Magnús Kristjánsson,
Sigurður Þórðarson,
Jósef J. Björnsson,
Guðmundur Jósafatsson,
Guðmundur Hannesson próf.