Búnaðarrit - 01.12.1921, Qupperneq 63
BÚNAÐARRIT
261
á oss er það, hvernig vjer vinnum þau störf, sem vjer
höfum með höndum.
Ef vjer yrkjum land vort vel, þrátt fyrir alla örðug-
leika, hagnýtum oss vatnsaflið á skynsamlegan hátt og
stundum fiskiveiðar með útsjón og dug, myndi hjer
geta alist upp dugandi kynslóð, sem væri því vaxin að
lifa við þau lífsskilyrði, sem land vort heflr að bjóða
og í skjóli þessa atvinnureksturs myndi menning og
aðrar framfarir vaxa. En ef viðhalda á ísleuskum sjer-
einkenuum og þjóðerni, er búnaðurinn þýðingarmesta
atvinnugreinin, enda eru þar umbóta-möguleikarnir
mestir og mestrar festu og sjálfstæðis að vænta frá
bændastjettinni. Vjer stærum oss af því að vera komnir
af göfugum ættum, já, af konungum og stórhöfðingjum.
í eðli voru er sjálfstæðið ríkast, hver og einn vill vera
sem minst upp á aðra kominn, en ráða sem mestu
sjálfur. Engin atvinnugrein veitir eins mörgum eimtalc-
iingum sjálfdœði setn biinaðurinn. Bændurnir geta verið
sem konungar á sínu heimili, ef þeir eru efnalega sjálf-
stæðir, og á heimilunum getur hver og einn haft sinn
vissa verkahring, sem hann er sjálfstæður i. T. d. fjar-
maðurinn við fjeð; fjósamaðurinn í fjósinu; garðyrkju-
maðurinn í garðinum; konan innan bæjar o. fl., o. fl.
Öll verkefnin eru þó all-víðtæk og krefjast umhugsunar.
Þrif þjóðfjelagsins eru undir því komin, að einstak-
lingarnir beiti sem best kröftum sínum, og vinni með
áhuga og dug að því verkefni, sem hann hefir með
höndum, og þá getur hver og einn sjeð ávöxt iðju
sinnar. Sem stendur er á þessu nokkur misbrestur. —
Menn safnast til kauptúnanna, þar sem margir hverjir
hafa enga sjálfstæða atvinnu, eða eru atvinnulausir
langan tíma árs, því þarf eigi að lýsa, hve óholl þau
áhrif eru, sem þetta heflr fyrir þjóðarheildina, og hve
stórt þjóðartap það er, að fjöldi manns gangi atvinnu-
laus langan tíma úr árinu. Það er eigi landinu um að
fcenna þó alt iendi í vesaldóm, þegar ekkert er aðhafst.