Búnaðarrit - 01.12.1921, Síða 65
BÚNAÐ A.RRIT
263
Búpeningseign landsmanna var að meðaltali árlega:
Sauðfje. Nautpeningur. Heatar.
1861— ’65 . . 352.900 22 400 38.100
1886- ’91 . . 403.3Ö0 18 500 30.000
1910— ’15 . . 590.000 25.900 46.000
Af þessu sjest, að búpeningseign landsmanna er nú
nær ^/s meiri en fyrir 60 árum síðan. Auk þess má
fullyrða að búfje gefur nú meiri afurðir en áður, vegna
þess að kyn þess hefir verið bætt að nokkru, og fóðr-
unin er nú betri en áður. Það kemur glögt í ijós af
landshagsskýrslunnm, að nú er aflað mikið meira fóðurs
en áður. Skýrsla um jarðargróður verður eigi glögg
fyrri en eftir 1880. Meðaltal, 5 ára með 25 ára milli-
bili, sýnir þenna mismun:
Taða. Úthey. Jarðepli. Köfur.
1886—’90 . 882.000 765 hestar 5.400 7.300 tn.
1910—’15 . 665.000 1419 — 25.000 14.000 —
Þessar tölur sýna, að heyfengurinn hofir aukist nær
um helming. Jarðepla-appskeran nær fimmfaldast, en
að eins ræktað helmingi meira af rófum en áður. Fram-
farirnar í garðræktinni eru að miklu leyti að þakka
kaupstöðunum.
III. liúskaparlagið.
Hvernig búnaðurinn er stundaður hefir afar-mikla
þýðingu fyrir þjóðfjelagið. Bæði vegna þess, sem tekið
er fram í upphafi þessa máls og hins, að búnaðurinn
sje rekinn þannig, að landið gangi eigi úr sjer, heldur
batni, og verði æ byggilegra og vistlegra fyrir eftirkom-
endurna, því þá er von um áframhaldandi framþróun og
bætt lífsskilyrði. Ef hins vegar að búnaðurinn er stund-
aður þannig, að sí og æ er tekið og eytt af þvi, sem
fyrir er, og án þess að nokkuð sje bætt, verður afleið-