Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 68
266
BtiNAÐARRIT
IT. Ðmbætnr á búnaðarháttnm.
Eins og þegar hefir verið sýnt, er mörgu í búnaðar-
háttum vorum ábótavant. En þrátt fyrir alt og alt,
hefir þó einkum á s. J hálfri öld, verið mikið gert til
þess að bæta búnaðarhætti vora og rækta landið. Árang-
urinn af þessu starfi er eigi stórfeldur. En margur bónd-
inn heflr þó sýnt lofsverðan dugnað og atorku í því
starfi, og mætti þar benda á mörg dæmi. Það sem búið
er að vinna er einkum: ■
Þúfnasljettun. Þúfurnar hafa lengi verið þrösKuldur
í vegi fyrir jarðrækt hjer a íslandi. Fyrir því ákvað
stjórnin með lögum 1776, að allir bændur væru skyldir
að sljetta 6 ferfaðma svæði fyrir hvern verkfæran mann
á heimili sínu árlega, en óvíst er um árangurinn af
þeirri tilskipun. Að sljettun er fyrst farið að vinna eftir
1840; þó litið fyrsta áratuginn, 1—3 ha. árlega á öllu
landinu. Frá 1850—’80 er sljettað nokkru meira, þó
mest 22 ha. á ári. Eftir 1880 kemur undirristuspaði
Torfa til sögunnar, og þá er farið að nota plóg og herft
meira en áður. Enda vex það hröðum fetum, hvað
unnið er meira að sljettun nú en áður, þar til það nær
hámarkinu 1911; það ár eru sljettaðir 327 ha. Á striðs-
árunum hefir mikið minkað það, sem unnið er að
sijettun. Samkvæmt landshagsskýrslum hefir verið sljett-
að síðan 1843—1920, 6421 ha., en sje túnaútgræðsla
talin með sljettun, verður það alls 7323 ha. Eftir þessu
ætti Vs allra túna á landinu að vera sljettaður. En þess
ber að gæta, að mikið af hinum eldri sljettum er nú
orðið þýft aftur. Bændur telja þessa jarðabót mjög nyt-
sama og gefi góðan arð, þó seinvirk sje.
Sjeu sljetturnar metnar til dagsverka, gerir það
1.284.200 dagsverk, og telji maður dagsverkið kr. 5.00,
ættu allar sljett.anir að hafa kostað 6.421.000.00. Starf
þetta er unnið í kyrþey, og lítið áberaudi dreyft um land
alt. En til þessa á aukning töðunnar rót sína að rekja-