Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 74
272
BÚNAÐARRÍT
sjer niður á láglendið, þar sem það getur frjófgað jarð-
veginn, ef rjett er á haldið.
Hraunin. Þau eru óviða hæf til ræktunar, en viða
getur þar þriflst trjágróður, og verið getur að þeir tim-
ar komi, að hægt sje að vinna áburð eða önnur nytsöm
efni úr hraununum.
Jöklar. Þeir verða nú vart ræktaðir, en nytsamir eru
þeir. Það eru vorar áburðar-myllur, sem sí og æ mola
bergtegundir niður, og senda með ánum niður á lág-
lendið, þar sem frjóefni þau, er vatnið flytur, geta komið
að ómetanlegu gagni. Það er reynslan búin að sýna.
Og með aðstoð þekkingar og atorku getur þetta orðið
til að auka heyaflann afar-mikið.
Jæja, maður er nú kominn upp á jöklana. Þar er
kaldranalegt um að litast, en sjái maður í anda út yfir
landið, hryggist maður yfir ástandinu, og því, hve lítið
er búið að gera, til að klæða hana fóstru vora. En jafn-
framt vaknar von í brjósti manns um betri tíma. Vel
ræktað land, með sómasamlegum híbýlum og menning.
Manni virðist að möguleikarnir sjeu fyrir höndum. A
þeirri kynslóð, sem nú starfar, og tekur til starfa á
næstu árum, á henni byggist, hvort vonir vorar rætast
eða eigi.