Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 75
BÚNAÐARRIT
Tilraunir
með að láta rafmagn flýta þroska jurta.
Á ferðalagi mínu um England síðastliðið sumar —
seinni hluta ágústmánaðar — heimsókti jeg tvær raf-
magnsræktunarstöðvar. Var önnur þeirra við landbún-
aðarháskóla einn, „Harper Adams agricultural college“,
skamt frá smábæ nokkrum sem heitir Newport, all-
langt fyrir sunnan Manchester. Hin er við hina stóru
tilraunastöð Rotharosted, sem er elsta lsndbúnaðar-
tilraunastöðin á Englandi. Liggur skamt fyrir norðan
Lundúnaborg. Auk þessara tveggja stöðva í Englandi
er ein samskonar stöð í Lincluden í suðvestur Skot-
landi, en þangað hafði jeg ekki tækifæri til að koma.
Það er t.iltölulega langt siðan menn þóttust verða
varir við, að rafmagnsstraumur gegnum plönturnar og
jarðveginu hefði örfandi áhrif á plöntuvöxtinn. Það var
finskur prófessor í eðlisfræði, Lemström að nafni, sem
fyrstur manna fjekst við að rannsaka þetta vísindalega;
það var kringum aldamótin; og hann gaf út bók um
rannsóknir sinar árib 1905. Hann gerði meðal annars
tilraunir með jarðepli með góðum árangri.
Eftir Lemström var það til að byrja með sjerstaklega
hinn nafnkunni enski prófessor í eðlisfræði, Sir Oliver
Lodge, sem hjelt áfram þessum tilraunum. Hann gerði
m. a. tilraunir með hveiti, með góðum árangri. Pjekk
40°/o meiri uppskeru af rafmagnaða akrinum, en af þeim
akri, sem hann hafði til samanburðar, og sem virtist
hafa sömu vaxtarskilyrði að öðru leyti.