Búnaðarrit - 01.12.1921, Síða 76
274
BÚNAÐARRIT
Það eru einkum Englendingar, sem sjerstaklega sýna
áhuga fyrir þessum tilraunum. Rikið kostar nú tilraun-
irnar, og skipar nefnd af sjerfróðum mönnum, til að
hafa yfirumsjón með þeim. Þær eru reknar 3—4 ár í
hverjum stað, og fæst þannig reynsla fyrir, hvernig þær
gefast í hinum ýmsu landshlutum.
Yið ' þess konar tilraunir er loftslag og veðráttufar
mikilvægt atriði; einnig jarðvegurinn. Árangurinn af til-
raununum fer því eðlilega mikið eftir staðháttum.
Jeg kom fyrst til stöðvarinnar við „Harper Adams
agricultural college". Kornið stóð þar á akrinum ósleg-
ið, en rafmögnuninni var hætt og leiðslurnar teknar
niður að nokkru leyti. Rafmögnunin fer þannig fram,.
að það er spent net yfir akurinn eða engið, og sent
(positivt) rafmagn út í þetta net. Negativi póllinn settur
í samband við jörðu. Vjelaspennan var að eins 110 volt
(jafnstraumur); rafmagnið leitt heiman að frá skólanum
niður í vjelahúsið. í vjelahúsinu var jafnstraumnum
breytt í vixlstraum, til þess að hægt væri að hækka
spennuna. Hana mátti nú hækka upp í 35000—60000
volt. Og nú var víxlstraumnum aftur breytt í jafnstraum,
áður en rafmagnið var sent út i netið. Netið verður svo
þrungið af positivu rafmagni, að það gengur ofurlítill
straumur gegnum loftið og plönturnar til jarðar. Netið
var um 7 fet frá jörðu — 7*/» fet á stólpunum, en
dálítið Iægra á miðjunni. — Leiðslurnar eru venjulegur
galvaniseraður stálþráður. Yfir sjálfum akrinum mjög
þunnur, um það bil lm/m að þvermáli. Dálítið þykkari
frá vjelahúsinu út að akrinum. Tilraunasvæðinu var skift
í þrent, yfir einum þriðja parti akursins voru 15 fet
milli þráðanna, yfir öðrum 10 fet og yfir þeim þriðja
5 fet. Stærð akursins var 4000 □ stikur enskar —
ensk stika er rúmlega 90 cm. — Skamt frá tilrauna-
akrinum var akurinn, sem borið var saman við. Þeir
mega ekki liggja alveg samau, því að þá getur raf-
magnið borist með vindinum inn á þann akurinn, sem