Búnaðarrit - 01.12.1921, Síða 78
276
BÚNAÐARRIT
gerð og nákvæm áhöld til að mæla hann. Það var byrjað
á þessum tilraunum sumarið 1918. Áður vissu menn
ekkert um hve sterkan straum væri hæfilegt að nota.
Það kom nú í Ijós, að væri straumurinn gegnum hverja
plöntu milliampére (1 milliamp. = amp.) og
þaðan af meira, þá var það plöntunum til hnekkis. Til-
raunir hafa verið gerðar með hveiti, mais og bygg. Þar
á móti hafði 10 ^-----j ^íii milliamp. góðan árangur
við þá tilraunina, sem best heppnaðist. Sú tilraun var
gerð með mais í vermireit, og voru 2—3 plöntur í
hverjum potti. Kornið vóg — þurt — 21—27°/o meira
að jafnaði úr rafmögnuðu pottunum. Einnig kom það í
ljós hjer, að rafmagnið flýtti fyrir vextinum.
Nú er auðvitað talsvert öðru máli að gegna um til-
raunir með plöntur i pottum inni i vermireit, og me&
heilan akur úti á bersvæði. Og það er enn að miklu
leyti órannsakað, hve mikill hluti af rafmagnsstraumin-
um í raun og veru gengur gegnum akurinn; en það er
ekki jafnmikið og það, sem lesið er á straum-mælinum
inni í vjelahúsinu. Nokkur hluti rafmagnsins, sem netið
er þrungið af, berst með vindinum burtu frá akrinum.
Hins vegar getur náttúrlega einnig komið fyrir, ef netið
er mjög lágt (akurinn hár) og rafmagnsspennan há, að
það gangi meiri straumur gegnum plönturnar en þær
hafa gott af.
Þær tilraunir sem gerðar hafa verið hingað til, hafa
gefist upp og ofan. Stundum hafa þær virst árangurs-
lausar, eða því sem næst; stundum hafa þær virst bera
ágætan árangur. T. d. í Lincluden sumarið 1918 gaf
rafmagnaði akurinn 50°/o meira korn — hafra — en sá
órafmagnaði, og 25°/o meiri hálm. Þarna reyndist að
visu ekki jarðvegurinn líkur á báðum ökrunum, og því
óvíst að þessar tölur væru eingöngu rafmagninu að
þakka.
Síðastliðið sumar voru á Rothamsted gerðar tilraunir