Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 81
BÚNAÐARRJT
Ferð til Skotlands.
Fyrsta febrúar lagði jeg af stað til Englands með
togaranum „Austra", sem átti að fara t.il Grimsby og
selja afla sinn þar. Við hreptum stórsjó tvo fyrstu dag-
ana, en eftir það gekk ferðin greiðlega.
Grimsby er mikill fisksölubær og útgerðarbær. Jeg
dvaldi þar i nokkra daga, til þess að skoða bæinn og
nágrennið.
Frá Grimsby fór jeg til Hull, og dvaldi þar í tvær
vikur. Hull er miklu stærri bær en Grimsby, og er út-
gerðarbær og verslunarbær. Jeg ferðaðist þar um í ná-
grenninu, bæði á rafmagnsvögnum og eimlestum, og
kom á nokkra bóndabæi. Einnig skoðaði jeg þar söfn og
lystigarða.
Frá Hull fór jeg beina leið til Edinborgar og dvaldi
þar lengi. Þar stundaði jeg fyrst enskunám í Nelson’s
College, svo hlustaði jeg á fyrirlestra á búnaðarháskól-
anum þar. Jeg fór einnig tvær skemtiferðir með nem-
endum þaðan og kennurum.
Tilgangur fararinnar var að rannsaka beitilönd skamt
frá Edinborg. Þetta land var akurland fyrir striðið, en
skólinn keypti landjð, og er það notað núna við til-
raunir með grastegundir til beitar.
Jeg skoðaði stærsta blómræktargarð í Edinborg,
Dobbie & Co., Ltd. Þar var einungis stunduð blómrækt,
og voru þar vermihús mjög notuð og ræktaðar suð-
rænar jurtir. Skamt frá blomræktargarðinum lá stór