Búnaðarrit - 01.12.1921, Síða 82
280
BÚNAÐARRIT
bóndabær, og sá jeg þar tún-áveitu, og var áveituvatniö
skólpvatn úr skólprennum Edinborgar. Þessu skólpvatni
var veitt í skurðum, sem voru stíflaðir, þegar vatnið
var látið fljóta yfir túnið. Mjer var sagt að heyuppskeran
væri margtöld. — Jeg kom einnig til garðyrkjumanns
W. B. Haulay, Restair ic Gordons við Edinborg, og sá
jeg þar fallegan matjurtagarð. Þar voru ræktaðar margar
tegundir garðyrkjuplautna, og i byrjun júní var farið að
selja blómkál og rabarbara. Þar sá jeg ræktað blóðberg,
og hefi jeg ekki sjeð það fyr ræktað sem matjurt. Blóð-
berginu var breiðsáð. Mjer var sagt að notkun þess væri
að gefa góðan ilm af kjöti við matreiðslu, og væri ein-
ungis selt í stærri verslunum. Ef til vill gætum við
notað blóðberg meira en gert er nú; fyrr á timum var
það víst mikið notað ti) drykkjar.
í öllum bæjum á Bretlandi var, á meðan á striðinu
stóð, iand tekið til ræktunar handa bæjarmönnum. Þetta
land lá við bæina, — og einnig voru plægðir skemti-
garðar og rækt.aðar þar matjurtir. Landinu var skift í
smáreiti, sem voru leigðir bæjarmönnum. Þessi ráðstöf-
un virðist ætla að gefa góðan árangur. Margir þessara
reita við Edinborg voru mjög vel ræktaðir. Bæjarbúar
fá þarna matjurtir til heimilisnotkunar og framleiðslan
verður ódýr, því heimilisfólkið annast alla vinnu við
reitina í tómstundum sínum.
í bæjum á Brellandi hafa menn ekki matjurtagarða
við húsin, eins og hjer í Reykjavík, því landið er of
dýrt til þess, og ef Reykjavík heldur áfram að stækka,
þá hugsa jeg að reki að því sama, að matjurtagörðun-
um verði útrýmt innan bæjar, og verði fluttir út fyrir
bæinn, og er ekkert við því að segja, ef samgöngur eru
góðar þangað, t. d. rafmagnsvagnar, því þá getur garð-
rækt blómgast vel,
Jeg fór á fjórar búfjársýningar í Skotlandi. Laugar-
daginn 21. maí í Barrhead, laugardaginn 28. maí í Fal-
kirk, mlðvikudaginn 1. júní í Hamilton og fimtudaginn