Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 84
282
BÚNAÐAEEIT
jeg sá notuð þarna, áleit jeg mjög handhæg. — Einnig
voru þarna sýndar margar tegundir af skoskum kökum.
Öllu þessu var veitt verðlaun, sem voru misjafnlega
há. Hestar fengu hæst verðlaun. Einnig gáfu einstakír
menn fallega silfurmuni.
Þessar sýningar voru haldnar á sljettum flötunr í
skemtigörðum. Það voru slegnar upp girðingar utan um
sýningarsvæðið, og þegar búið var að úthluta verðlauna-
spjöldum, voru verðlauna-dýrin teymd, eitt eftir annað,
innan við girðinguna, til þess að menn fengju að sjá þau.
Seinni hluta dagsins voru hestar reyndir, og þyrptist
þá fjöldi fólks inn á sýningarsvæðið, til þess að horfa á.
Þar voru margir góðir brokkhestar sýndir, og í Palkirk
var einn skeiðhestur sýndur, sem var einblendingur milli
íslenskrar hryssu og amerisks brokkhests. Þessi hestur
var afburða skeiðhestur, og fjekk hann 1. verðlaun fyrir
Btrot“ („trot“ þýðir eiginlega einungis brokk, en á brokk-
veðhlaupum hlaupa brokkhestar og skeiðhestar saman,
og ganga þeir undir sama nafninu „trotting horses*).
Þessi foli var um 50 þumlungar á hæð, dökkjarpur,
blesóttur og sokkóttur, og var mjög vel vaxinn. —
Seinna kyntist jeg því, að þessi kynblöndun er mjög
notuð í Bretlandi, og fljótustu smáhestar þar í landi
eru annaðhvort einblendingar (móðir islensk hryssa,
faðir ameriskur brokkhestur) eða al-íslenskir skeiðhestar.
Mikla skemtun hafa Bretar af stökkhestum sinum, sem
þeir kalla „Hunters". Á sýningunum verða þeir einlægt
að stökkva (gallop og canter). Líka eru þeir æfðir i að
stökkva yfir hindranir (steeple-chose), svo sem girðingar
og skurði. Margir þessara hesta voru úrvals stökkhestar,
og vel tamdir og æfðir. Það þarf mikið þol til þess, að
stökkva yfir 8 hindranir, um og yfir 1 meter á hæð,
með reiðmann á bakinu, í einni stryklotu; enda voru
einungis fáir sem gátu það.
Veitingar voru á staðnum og íæðuhöld mikil, og
lúðraflokkur Ijek til skemtunar. í Hamilton Ijek flokkur