Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 85
BÚNAÐAB.RIT
*S3
Háskota, sem var klæddur þjóðbúningi, á flautur.
Skemtunin var tilkomumikil og þjóðleg.
Lítilsháttar vil jeg minnast á markaði í Skotlandi.
Jeg fór á markaði í Perth og Glasgow, og oft i Edin-
borg. Þessir markaðir eru haldnir vikulega i stærstu
borgunum. Yfir markaðsstaðinn er vanalega bygt, og er
þá glerþak. Á markaðinn senda bændur fjenað sinn, sem
er seldur þar á uppboði. Sauðfjeð var selt í stórum
flokkum, en nautgripir voru vanalega vigtaðir, áður en
þeir voru seldir. Mjer virtist sala þessi ganga mjög
greiðlega, en verðið býst jeg við að hafi verið nokkuð
af handahófi; en þar kaupa einungis menn, sem eru
orðnir vanir og kunnugir sölunni og markaðshorfum.
Það er mjög auðvelt að kynnast verslunarhorfum i Bret-
landi, því frjettir um verslunarástandið koma út daglega,
og finst mjer að dagblöðin hjer ættu að flytja meiri
fregnir um verslunarhorfur en þau gera nú.
Að endingu vil jeg minnast dálítið á islenska hesta,
sem jeg sá í Skotlandi, og um reynslu á islenskum
hestum í Bretlandi. Þegar jeg sá þenna hest, sem jeg
hefi áður talað um í grein minni, reyndan á sýning-
unni í Falkirk, vildi jeg kynna mjer málið betur. Mjer
var vísað til Th. Milne, veitingamanns i Falkirk, og á
jeg honum að þakka margar og góðar upplýaingar.
Hann hafði mjög mikið álit á ísienska hestinum. Herra
Milne átti 4 íslenskar hryssur, sem hann hafði vaiið úr
náma-hrossum; einnig átti hann nokkra íslenska ein-
blendinga. Hann sagðist hafa fengist lengi við íslenska
hesta, og hafa alið upp afbragðs skeiðhesta, sem hefðu
unnið í veðhlaupum; hann var yfirleitt mjög áhuga-
samur með hestarækt, og vildi gjarnan kaupa islenskar
hryssur til' kynbóta. Herra Milne bauð mjer að sjá alla
hesta sína, og einnig benti hann mjer á, ef jeg vildi
kynnast þessu nánar, þá væri best fyrir mig að fara og
sjá brokk-veðhlaupin í Glasgow, því þar hlaupi margir
íslenskir einblendingar, og einnig íslenskir hestar. Einn-