Búnaðarrit - 01.12.1921, Side 88
BÓNABARKrr
Garðurinn í Múlakoti.
[Flestir hafa heyrt getið um garðinn í Múlakoti, og margir
hafa sjeð hann og lofað, en fáir þekkja sögu hans, sögu um
blómelskt barn, ást og umönnun fullþroska konu. Það er sann-
ast sagt, að hvergi hefir blóma- og trjárækt heppnast betur hjer
á íslandi en á þessum stað. — Sagan er sögð af Guðbjörgu
Þorleifsdóttur, konunni i Múlakoti].
„Snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill*,
segir gamall málsháttur.
Þegar jeg var lítið barn, man jeg vel hve einlæglega
jeg fagnaði fyrstu vorblómunum. Yar jeg þá svo mikill
óviti, að jeg sleit þau upp þegar i stað, því jeg varð
sem fyrst að ná fundi mömmu minnar, og sýna henni
þenna dýrgrip, er vorið hafði fært mjer; því endilega
varð hún að sjá gleðiefni mitt, alt var ónýtt annars.
Og þegar hún hafði nógsamlega lofað fegurð þess, var
það vanalegt að jeg skreytti mig með því, Ijet það í
hár mitt, eða á brjóst mjer sem nælu. Stundum fanst
mjer jeg finna til með því, þegar það var að visna upp
á brjósti mínu, en glysgirnin rjeði þó oftast betur, að
þegar eitt var fölnað tók jeg annað.
En tímarnir breytast, og börnin lika, eftir því sem
árin fjölga; því þegar jeg fór ofurlítið að eldast, t. d.
þegar jeg var 6—7 ára, fór jeg að brjóta heilann um
það, hversu indælt mundi vera að eiga svolítinn blóm-
garð, er jeg gæti skreytt eftir vild.