Búnaðarrit - 01.12.1921, Qupperneq 95
BÚNAÐARRIT
99»
missa svefn. Og aldrei var jeg svo þreytt eftir dagstritiS,
ef gott var veður, að jeg kysi fremur að fara að hátta,
en ganga út í garðinn minn svo sem klukkutima, eða
hvað það gat dregist, að hlúa þar eitthvað að. Svona
liðu árin, garðurinn smáfyltist og alt dafnaði, jafnvel
svo, að nú eru þar komnir skjólríkir trjágangar, ilmandi
blómabeð, blómgirtur laufskáli, sem vaxinn er langt yfir
höfuð manni og ýmsir fleiri verustaðir, sem búnir eru
að veita bæði mjer og öðrum marga ógleymanlega
ánægjustund. Hefl jeg nú náð hærra takmarki í þessu
efni en jeg gat nokkurntíma í fyrstu gert mjer hug-
mynd um. Og enn þá er þessi garðúr aít of þjett skip-
aður, svo enn þá þyrfti jeg að stækka, og enn er þráin
sú sama, að halda áfram. En við stærri garð en þenná
öuga nú ekki tómstundir einar. Enda legg jeg nú árar
í bát nema eitthvað skipist betur. Yildi þó helst byrja
strax á miklu stærra garði en þessum, sem nú stendur
alskipaður í besta blóma. En á slíkum garði byrja jeg
ekki jafn hjálparlítil og fyr, því nú fer að líða á síðari
hluta æfinnar og þegar heilsan er tæp, þá minkar þrek-
ið fljótlega. Jeg verð þó að geta þess að endingu, að
út fyrir garðinn hefl jeg á ný teygt mig með nokkur
hundruð trjáplöntur, ef þær gætu orðið einhverjum til
ánægju í framtiðinni. En þær plöntur á jeg erfltt með að
verja fyrir skepnuágangi. Marga tugi hundraða er jeg
búinn að láta í burtu síðan jeg byrjaði að planta út,
en því miður held jeg að sorglega margar af þeim hafl
mist lífið og sofnað svefninum langa. Þó er á stöku
stað hjer komin laglegur visir og sumstaðar fallegir
garðar, svo sem hjá nábúahjónum mínum, Árna Einars-
arssyni og Þórunni Ólafsdóttur. Sá garður er 10 árum
yngri en mín elstu trje; er ljómandi vel váxinn og
hirtur, og svo er á nokkrum stöðum viðar, alstaðar
þar sem góð rækt er lögð við það.