Búnaðarrit - 01.12.1921, Side 96
BÚNABARRIT
SttML
Þannig er nú sögð sagan af blómaást minní og til-
raunum mínum til þess að þroska hana.
Votheysgerð.
í'yririeBtur haldinn á búnaðarmálafundi i Kejkjavík 28. júní
i -1921, af Halldóri skólastjóra Vilhjálmssyni.
Dropmn holar steiniim, ekki með jcröftum
Leldar með i>ví að detta oft.
Votheysverkun er nú orðin fullra 40 ára gömul hjer
á landi, og á þessum tima hefir fengist bæði mikil og
góð reynsla. Tilraunir, og þær allábyggilegar, hafa verið
gerðar víðsvegar, og mikið hefir verið um hana rætt og
ritað, svo hjer standa menn aiment betur að vigi en í
flestum öðrum greinum búskaparins.
. Það virðist því vera óþarfi og óvíðeigandi enn á nt
að hefja umræður um þetta mikilvæga málefni; en þeg-
ar betur er að gætt, er árangurinn lítill, — alt of lítili
—, þvi enn eru þeir fáir, bændurnir, sem búa til vot-
hey á hverju ári, og í svo stórum stíl, að verulega að
gagni komi, og hijóta að vera ástæður fyrir því og
munu þessar vera helstar:
1. f^öldinn allur heflr litla, — og sumir enga — hug-
mynd um, hvernig eigi að búa til vothey. Margir
syo bundnir á vanans klafa við úreltar og óhaíandi
vinnuaðferðir, en svo fer þeim, sem eru að reyna að
þurka hey í rigningar- og votatíð, — og svo er