Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 103
BUNAÐARRIT
301
Við höfum ekki, eins og Ameríku-menn, mótorknúð-
ar lvftivjelar, og getum því á bersvæði ekki haft gryfj-
urnar mjög háar.
Lágu og víðu gryfjurnar munu verða mörgum hent-
ugri. Þær taka hlutfallslega meira, veggskemdir hlut-
fallslega minni, og sjeu þær úr toríi, standa veggir betur.
Veggir þurfa að ílá, einkum torfveggir, 1 . 20, vera
vel sljettir innan, loft- og lagarheldir og sJcarphorna-
Jaasir.
Þak ætti að vera á gryfjunni, svo snjór, regn og vatn
af yfirborðinu fari ekki í hana, og lyftiútbúnaður, sje
ekki innangengt í hana.
VotJiey má In'ai til úr ölla nýslegnu grasi. Best er og
vandaminst að hafa til þess töðu, há og snemmslegið
valllendishey. Er best fyrir viðvaninga að byrja á því.
Þar næst er störin og verst er að eiga við Ijettings
mýrarhey eða fjallahey sinuborið. Aðferðin er í aðal-
dráttum sú sama. Best er að taka heyið grænt og nýtt,
döggvott og með fullum vökvaþrýstingi. Sje há eða taða
slegin 1 miklum þurki, er betra að bleyta hana um leið
og hún er látin í tóttina. Sje það stör eða enn gróf-
gerðara Jiey, er það bein nauðsyn.
Yfirleitt má segja: Því grófgerðara sem heyið er
(stararhey, síðslægja, sinuhey) því færri safaríkar frumur,
en íleiri loftfyltar. Heyið legst ver saman, þess vegna
þarf að bleyta það því rneir, og troða það saman við
innlátninguna, sem það er grófgerðara.
Hitinn má helst aldrei fara yfir 50—55° á Celsius,
en þarf helst að komast svo hátt.
Grófa heyið þolir hita miklu ver en taða og há. Við
sama hitastig getur taðan verið græn og óskemd, þó
Ijettings heyið sje mjög dökt, orðið ornað.
Þess þarf vandlega að gæta, að troða vel með veggj-
unum, má nota til þess þungan hnall, og láta heyið
jafnt og jafn-fast í alla gryfjuna, svo ekki missígi.