Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 108
306
BUNAÐARRIT
Þaö kom strax í Ijós, þegar farið var að ræða og
undirbúa sýningarmálið, að kostnaðurinn við hana hlyti
að verða töluverður, þar eð nauðsyn bæri til að rann-
saka og reyna þá muni, sem til sýningarinnar kænnn
Til þess að annast verkfæra-tilraunir þurfti að fá aðstoð
útlendinga, þvi vjer höfðum enga menn, er væru færir
um það. Búnaðarfjelagið leitaði þá til Bocent Anton
Christensen, sem er ríkis-ráðunautur og kennari við
landbúnaðar-háskóiann danska. Hann hefir um iangt
skeið stjórnað verkfæra-tilraunum Dana. Christensen tók
þessari málaleitun vel, og eftir að búnaðarráðuneytið
danska og stjórn búnaðarháskólans höfðu gefið honum
fararleyfi, hjet hann förinni hingað. Fje það, sem þurfti
til sýningarinnar, gat Búnaðarfjelagið eigi Jagt fram að
öllu leyti, en stjórn og þing brást strax vel við fjár-
beiðni fjelagsins, og hjet nokkrum fjárstyrk í þessu
augnamiði. Eimskipafjelagið hjet ivilnun á flutningsgjaldi
á munum til og frá sýningunni.
Þegar Búnaðarfjelagið átti í vændum svo mikilsverðan
stuðning, hjelt það áfram undirbúningi sýningarinnar,
þótt við ýmsa örðugleika væri að etja. Fjárhagur manna
utan lands og innan var erfiður, svo búast mátti við
að þátttaka í sýningunni yrði minni en á góðum og
hagstæðum tímum. Enginn gat sagt fyrir, hve lengi
þeirra væri að biða, en vjer litum svo á, að rannsókn
á búnaðarháttum vorum þyldi enga bið, og þess vegna
brýn nauðsyn á að koma sýningunni á sem fyrst.
Veturinn 1920—’21 sendi Búnaðarfjelagið aftur til-
kynningu um sýninguna, bæði utan lands og innan, og
sneri sjer þá sjerstaklega til þeirra, er það vissi að
höfðu með höndum muni og verkfæri, er gagnleg kynnu
að vera á sýningunni, og bað að senda það. Brugðust
margir vel við því, sjerstaklega erlendar verksmiðjur og
verslanir; undirtektir voru öllu daufari innan lands og
margir óákveðnir.