Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 109
BÚNAÐARRIT
307
8ýningarsvæðið.
Jafnhliða þessu var þegar haustið 1920 byrjað að
undirbúa sýningarsvæði i Gróðrarstöðinni. Suðaustur-
hluti hennar var grýtt holt, sem nú var jafnað, valtað,
malborið og girt með háum garði úr höggnum grá-
steini. Á miðju svæðinu voru reist þrjú tjöld, voru
sýningarmunir í því stærsta, en í hinum voru seldar
veitingar. Á noiðvesturhorni svæðisins stóð verkfærahús
Búnaðarfjelagsins, sem hafði verið breytt og lagað fyrir
sýninguna. í Kennaraskólanum, ofan við Gróðrarstöðina,
hafði fjelagið 4 stofur og breiðan gang til umráða, fyrir
sýnihgarmuni.
Fyrirkomnlag sýningarinnar.
Síðara hluta ársins 1920 voru send út eyðublöð, sem
skrifa átti í sýningarmuni og senda síðan til skrifstofu
Búnaðarfjelagsins fyrir lok febrúarmánaðar, en sá frest-
ur va’r síðan lengdur til marsloka. Ef hægt hefði verið
að framkvæma þessa áætlun, mátti ætlast á um, hve
mikið rúm sýningarmunir þurftu, og hvernig hentast var
að raða þeim niður. En þetta fór alt út um þúfur, til-
kynningarnar komu seint og voru óákveðnar, svo alveg
var óvíst, hve mikið kæmi fram á síðustu stundu, enda
fór það svo, að jafnvel sýningardagana voru að koma
munir. Af þessu leiddi, að skipulag sýningarinnar varð
eigi eins gott og ætlað haíði verið. Inn í sýningarskrána
slæddust all-margar villur, sem stöfuðu af þeim ástæð-
um, sem nú hafa verið greindar.
í fyrstu var ætlast til að sýningarmunum yrði flokkað
eins og upprunalega var auglýst, en þeir, sem sýndu
margskonar muni, beiddust að fá að hafa alt sitt á
sama stað. Vaið því að breyta út af hinni fyrirhuguðu
reglu.