Búnaðarrit - 01.12.1921, Síða 114
312
BtíNAÐARRIT
vorrar, og við hann hafa vorir bestu menn alist upp.
Á komandi tímum á hann að veita kraft til að við-
halda þjóðar-einkennunum, menning, dáð og dug. Þótt
þar sje við marga ftrðugleika að stríða, eiga þeir að eins
að vera til stælingar og þroska iíkamlegra og andlegra
eiginleika.
Tdgangur þessarar sýningar var eiginlega tvenns-
konar. Annað var það, að hún átti að sýna menningar-
ástand vort í búnaðariegu tilliti, sýna hvernig það hefir
veríð og er nú. Hitt atriðið var að fá safnað saman og
reynt sem flest af búsahöldum, sem likindi væru til að
væru nothæf hjer á landi. — Fyrra atriðinu fulinægir
þessi sýning eigi, því miöur. Það heflr reynst mjög erfltt
að safna hjer saman nokkru ver.ulegu af munum til
sýningarinnar, menn eru þessu óvanir og skilja máske
ekki t.ilganginn. Þó hafa nokkrir menn stutt sýninguna
mjög vel, þölck sje þeim fyrir það, en þátttakan er
eigi nógu almenn, svo tilganginum veiði fyllilega náð.
— Hvað síðara atriðinu viðvíkur, þá heflr oss heppnast
að fá til sýningarinnar mikið safn af ýmiskonar bús-
áhöldum, mörg sem aldrei hafa verið reynd hjer áður,
en líkindi eru til að sjeu gagnleg. Þetta eigum vjer að
þakka ýmsum verslunum og verksmiðjum i Noregi, Dan-
mörku, Svíþjóð, fýskalandi og Englandi, sení hafa sent
muni til sýningarinnar. Nokkrir íslendingar hafa og stutt
oss rækilega með útvegun ýmissa muna, t. d. stórkaup-
mennirnir Natan & Olsen o. fl. Þá hefir Sigurjón Pjet-
ursson stutt sýninguna mjög, með því að senda fjöl-
breytt, safn af íslenskum vefnaðarvörum. Annars leggj"
um vjer nú sýningarmuni undir dóm almennings. Vænt,-
um vjer að menn taki tillit til þess, að þetta er fyrst.a
tilraun, að undirbúningstimi heflr verið stuttur, flestir
munir borist að núna síðustu dagana, og skipulag ÞV1
eigi eins gott og verið gæti, ef meiri tími hefði verið
til undirbúnings og meiri vissa um hvað koma ætti, on
það heflr verið í mikilli óvissu fram á síðustu stundu.