Búnaðarrit - 01.12.1921, Qupperneq 117
BÚNAÐARRIT
315
bananum að vinnu. Aðsókn að sýningunni var all-mikil
ílesta dagana, meðan á henni stóð. Alls munu hafa
komið þar nær 5000 manns.
llannsólm á gæðum og notagildi búsáhaldanna.
Strax og sýningunni var lokið, tóku menn til óspiltra
málanna með að athuga og rannsaka sýningarmunina,
svo dæmt yrði um, hvað hjer myndi best henta. Þetta
starf skiftist milli dómnefnda. Aðal-umsjón og leiðbein-
ingar þessu viðvikjandi, einkum það, sem snerti öll jarð-
yrkju- og mjólkur-áhöld, hafði docent Anton Christen-
sen, kennari við búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn.
Aðstoðarmaður hans, hr. Billestrup, vann og ötullega og
leiðbeindi við tilraunirnar.
Æskilegra hefði verið að dómarastarfið hefði verið
framkvæmt áður en sýningin var opnuð, en þess var
enginn kostur vegna tímaskorts.
Hjer fara nú á eftir umsagnir dómnefnda, og tökum
vjer það í sömu röð og fyrst var flokkað.
Dómnefnd sú, er skipuð var til þess að athuga, og
láta uppi álit sitt um verkfæri þau og vjelar, er sýnt
var í I., III. og IV. deild Búsáhaldasýningar Búnaðar-
fjelags íslands í Gróðrarstöðinni í Reykjavík, dagana 27.
júní til 4. júli, hefir nú lokið störfum, og leyfir sjer
hjer með að skýra frá starfi sinu og athugunum.
I nefndina voru upphaflega skipaðir Halldór Vilhjálms-
son skólastjóri, Eggert V. Briem ráðunautur og Jón
Jónatansson búfræðingur, og var hann kosinn skrifari
nefndarinnar.
Halldór Vilhjálmsson skólastjóri vaið, vegna heimilis-
anna, að fara heim frá nefndarstörfunum, áður en þeim
væri lokið. Þegar hann varð að fara, var stöifum nefnd-
arinnar ekki lengra komið en svo, að lokið var athug-
unum á handverkfærum og llutningatækjum, og lokið