Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 121
BÚNAÐARRIT
319
er engum efa undirorpið, að sá kostnaður borgar sig.
Er það reyndar svo augljóst mál, að það ætti að vera
nóg að benda á þetta, án þess að leiða rök að því frekar.
Það var upphaflega ætlun nefndarinnar að tilgreina
núverandi verð á verkfærum þeim, er talin yrðu í skýrslu
hennar, en við nánari athugun var horfið frá því, bæði
áf því að sumstaðar var erfitt að fá upplýsingar um
verð, verðið ennfremur all-mjög háð því, í hve stórum
heildum keypt er o. s. frv. Ennfremur má yfirleitt að
líkindum gera ráð fyrir, að verðið lækki til muna innan
skamms, og hefði því orðið þýðingarlítið að tilgreina
verðið nú.
Nafn sýnanda og nr. í sýningarskránni er tilgreint við
það, sem hjer er talið af verkfærum.
A. Útleiul verkfærl.
Th. Marstrand’s Efterfölger (Danm., nr. 12).
Frá þessari verksmiðju var á sýningunni all-fjölbreytt
safn verkfæra. ■— Til almennra nota hjer telur nefndin
sjerstaklega :
Stunguf’paða, þar af sjerstaklega spaða nr. 5.
Hœsaspaða.
Stungukvíslar, með 4 flötum álmum.
ReJcur, með bognu skafti.
Mo/csturs-sJcóflur, með löngu skafti.
Verkfærin eru vönduð, smíði þó nokkuð gróft. Efnið í
sköftunum misjafnt, bæði að viðartegund og þó öllu
fremur að gæðum að öðru ieyti. Járnspangir í hand-
föngum, ekki vel traustar.
Hersla góð á verkfærunum öllum yfirleitt.
Brödrene Brincker (Danm., nr. 1).
Fjölbreytt, safn verkfæra, nefna má sjerstaklega: