Búnaðarrit - 01.12.1921, Síða 124
322
BÖNAÐARRIT
Skurf'pállinn hefir skaft svipað stiga, og er breidd
þess 16 cm. Við neðri enda hvers kjálka eru fest þjó,
sem halda spaða milli sín. Er spaði þessi til þess, að
halda palnum frá, að taka of-stóran hnaus i einu. tít
frá þjóunum er skeri, sem losar feistrendan hnaus
trapes-myndaðan, á þijá vegu, þegar pálnum er stungið
niður, þannig að spaðinn og skaftið sje í skurðendun-
um, en skerinn einn í jarðveginum. Skerinn er á hjör-
um við þjóin, til þess að hann grípi móti spaðanum og
klemmi neðri endann á hnausnum, þegar pállinn er
dreginn upp, svo hnausinn hefst með upp úr skuiðin-
um. Pallinn er stiginn niður eina rim í senn og stungnir
ferstrendir hnausar út úr hornunum á skurðinum, sitt
á hvað. Breidd skurðsins veiður um 17 cm., en dýpt
fer eftir lengd skaftsins og hve margar rimar eru stign-
ar niður.
Skurðpáll þessi var fyrst reyndur af E V. Briem
sjálfum, í Gróðrarstöðinni og þar í grend; gekk sú vinna
mjög greiðlega. Það sem grafið var í Gróðiarstöðinni
með pálnum, var í landi, sem ræktað er upp úr göml-
um ínógröfum, og var því nokkru lausara og auðunn-
ara en venjuleg óunnin mómýri. Þótti þessi reynsla því
ekki fullnægjandi, var því ákveðið að reyna pálinn betur.
Vegna veikinda Briem’s var þessu frestað all-lengi, en
þegar einsætt þótti að hann gæti ekki verið við þá til-
raun, áður en nefndin skilaði skýrslu sinni, var þó loks
geið dálítil tilraun með pálinn á óhreyfðri mómýri.
Voru tveir af nefndarmönnum, þeir Halldór Vilhjálmsson
og Jón Jónatansson, þar viðstaddir; og er það sem hjer
er um þetta veikfæri sagt, að eins frá þeirra hálfu
tveggja. E. V. Briem hefir sjálfur ekkert lagt til þeirra
mála.
Til þess að vinna með pálnum var fenginn duglegur
verkamaður, sem unnið hafði lítilsháttar með honum
áður í sumar. Hafði hann sýnilega gott lag á að beita
pálnum og fór verkið vel úr hendi.