Búnaðarrit - 01.12.1921, Side 125
búnaðarrit
323
Grafið var ræsi um l,s m. á dýpt. Jarðvegur var
mjög gljúpur, reyndist ómögulegt að draga hnausinn
upp í heilu lagi i einu, af allri dýptinni; þoldi hann
ekki þungann, en datt, í sundur, og fjell að miklu leyti
niður í ræsið aftur. Var því pálnum stungið niður að
eins hálfa dýptina fyrst og hnausinn tekinn upp, og páln-
um siðan stungið í sama farið til fullrar dýptar. Þetta
er að vísu nokkru seinlegra, en ef tekist hefði að taka
upp hnausinn í einni stungu, en sennilega má gera ráð
fyrir, að því verði sjaldan við komið, enda ekki til þess
ætlast á meir en 1 m. dýpt. — Með því að stinga
þannig í tveim stungum gekk verkið mjög greiðlega,
og ræsið vaið nokkurn veginn hreint. En nauðsynlegt
er að hafa jafnframt hentuga ræsasköfu, til þess að
hreinsa ræsisbotninn jafnóðum og grafið er. Þar sem
þessi t.ilraun fór fram, var jarðvegurinn svo gljúpur, að
ræsis-barmarnir sigu saman jafnóðum, svo að ekki hefði
veitt af að hreinsa ræsið við hvern V2 metra, sem graf-
inn var, til þess unt væri að komast að því.
Pállinn er mjög Ijett. og liðlegt verkfæri og gott að
vinna með honum; þarf þó að sjálfsögðu nokkra æfingu
til þess að geta látið hann njóta sín til fulls.
Um það, hvað telja má að afkasta megi á dag með
pálnum, verður ekkert fullyrt sem alment gildandi, til
þess er þessi tilraun ekki fullnægjandi; en sje reiknað
eftir tilraun þessari, ætti dagsverkið að verða 40—50
metrar, og verður það að teljast mjög gott.
Sennilegt er að dagsverkið gæti þó orðið meira, ef
unnið væri af meiri æfingu. Enginn verður afkastamik-
ill sláttumaður 1 einni svipan, er hann tekur á orfi í
fyrsta sinn, og er þó orfið með ljánum einíalt verkfæri,
eins og pállinn.
Það er engum efa undirorpið, að til lokræsagerðar í
mómýrum er pállinn miklu hentugra og fljótvirkara
áhald en þau, sem áður hafa notuð verið til þeirra