Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 127
BÚNAÐARRÍT
325
a. Við sópgrindina er fest að aftan dálitið vírnet (auka-
net), sem er tengt við aðal-sópgrindina með hjörum,
er það þríhyrningsmyndað, og er því horninu sem
aftur snýr krækt í orfið.
b. í umgerð aðal-sópgrindarinnar er að eins einn vír-
strengur beygður, og festur á sama hátt og lýst er
á ljá Siguiðar, en nær þó lengra fram á Ijábakkann.
Á þenna vír er fest smá-riðið net úr örmjóum stái-
vír, en þeim jaðri netsins sem niður að ljanum snýr
er fest í sjalfan Ijabakkann, og til þess boruð göt í
hann, hæfileg fyrir vírinn, og er netinu fest þannig
við hvern möskva.
Um fyrri breytinguna er það að segja, að hún er
sennilega til bóta, auðveldara að láta Ijáinn sópa hreint.,
Aftur á móti má ætla að meir kunni að orka tvi-
mælis um hina síðarnefndu breytingu. Sópgrindin verður
að vísu öilítið Ijettari en á Ijá Sigurðar, en sá ókostur
fylgir, að hætt er við að b'ýnið rekist í netið, þegar
biýnt er — einkum þegar Ijáiinn mjókkar — og sliti
það. Við þessu er ekki hætt á Ijá Siguiðar, veldur því
bilið sem þar verður milli ljábakkans og sópgrindarinnar.
Smíði á þessum )já er annars hið prýðilegasta.
Stefán Stefánsson, Akureyri (nr. 72).
Hey-liitamœlir. Venjuleg stærð. Pípan utan um mælir-
inn er óþarflega víð, oddurinn er góður, en pípan ofan
mælis óþarflega gild, og gengur mælirinn því ekki eins
vel í og annars mætti vera. Annars er mælirinn góður,
en hentara væri að slikir mælar væru lengri, eða þá
að minsta kosti hagkvæmlega útbúnir til framlengingar.
Eggert Konráðsson, Haukagili (nr. 57).
Torfljár. Tviskeri. Skotskt blað. Miðhluti skammorfs-
ins er úr járni — flatt járn, randbeygt, hæfilega slegið
fram í baða enda, og á þá fest trjesköft. Gat er gegn-
um járnið í miðju fyrir tangann á ljabakkanum, og er