Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 129
BÚNAÐARRIT
327
væri að stilla ijáinn þannig í vjelinni, að „valsarnir"
taki hæfiiega breidd og jafna; væri vjelin þá auðnotuð
hverjum manni.
Yjelin er likleg til að geta komið að gagni með smá-
umbótum, sem vel má treysta hinum hugvitsama sm ð
til að gera. Þó er þess að gæta, að „völsunin" mun
varla reynast eins vel til bits sem denging — klöppun.
Ljárinn stælist miuna.
Búnaðarfjelag íslands, Reykjavík.
Hverfisteinu (stiginn) eftir G. J. Umbúnaður til að stíga
steininn er góður, stigið létt. Yatnshylki með krana er fest
framan og ofan við steininn, er vatnið latið renna yfir
steininn að eins ineðan verið er að nota hann í hvert
sinn. En þess á milli getur steinninn verið þur, og er
það'mikið til bóta, hægra að halda steininum kastlausum.
Steindór Jóhannesson, Akureyri (nr. 46).
Tuðvjél. Gerð vjelarinnar er ágæt, smiði traust og að
öllu leyti vandað. Er afbragðs vetkfæri fyrir þá sem eiga
við það böl að búa að rækta þýfð tún, og geta ekki
haft aðra fljótiegri ávinnsluaðferð.
Bændaskólinn á Hvanneyri (nr. 9).
Hverfinteinn fyrir sláttuvjelaljái (sænskui). Hveifisteinn
þessi er að þvi leyti ólikur þeim, sem hjer hafa helst
verið notaðir, að sreinninn sjálfur er miklu stærri, og
hann er lat.inn ganga i vatni meðan hann er notaður.
Steinninn er sjerlega hægur í notkun, og vinnur vel.
Ljáhaldarinn er mjög góður, og hreyfist jafnt og reglu-
lega. Þann höfuðkost hefir steinn þessi fram yfir þa sem
hjer hafa helst verið notaðir áður, að hann dregur ekki
hersluna af blöðunum.