Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 130
328
BÚNAÐARRIT
Plógar.
Eins og tekið er fram áður valdi nefndin úr plógum
peim, sem á sýningunni voru, þá sem henni póttu lík-
legastir. Eru þeir taldir í skýrslu þeirri, sem hjer fer á eftir.
Tilraunir þær er gerðar voru með plóga þessa, íóru
fram í Kringlurrýri svokallaðri. Landið sem plægt var,
var óbrotin sljett mýri, sem upphaflega hafði verið þýfð,
en þúfurnar höfðu verið plægðar af og fluttar burtu, er
landið var notað fyrir móþurkvöll á stríðsárunum. Yið
þessa meðfeið og nokkra ræslu er mýrin farin að myld-
ast, og verður land það sem plægt var tæplega talið í
meðallagi erfitt til vinnslu.
Það var upphaflega ætlun nefndarinnar, að reyna plóg-
ana á þýfðu landi, — sem þá einnig hefði orðið að vera
mýri, annars ekki kostur hór — en hr. A. Christensen
taldi átaksmælingar í þýfi gagnslitlar og óábyggilegar til
samanburðar á plógum. Var þá afráðið að plægja sljett
land óbrotið, og var þá hjer ekki kostur á öðru landi
en þessu sem valið var, og varð við það að sitja.
Til tals kom að gera einnig tilraunir með plægingu á
þýfi, með átaksmæliDgu, en ýmsra orsaka vegna fórst
þet.ta fyrir.
Til tilraunanna voru kosnir tveir samliggjandi reitir,
var annar notaður til þess að stilla plógana á, og koma
þeim í rétt lag, en á hinum reitnum voru plægðar 2
umferðir með hverjum plóg. Plægt var með 2 hestum að
eins. Árangurinn af tilraununum sjest af eftirfarandi skýrslu.
Af skýrslunni sjest dráttarþungi plóganna miðaður við
starfsmagn þeirra hvers fyrir sig, ennfremur hersla og
fágun. Önnur atriði, sem nefndin byggir á álit sitt um
plógana eru:
1. Hvernig plógurinn veltir af sér.
2. Hve auðvelt er að stilla plóginn og stýra honum.
3. Traustleiki plógsins.