Búnaðarrit - 01.12.1921, Qupperneq 136
334
BUNAÐAÍtRIT
herfið vann hjer um bil jafn djúpt, hvort sem þaö var
hálf-spennt, meS mann í sæti, eða alspennt, án þess á
því væri setið.
Mismunurinn á þessum tveim herfum við tilraunina
er einkum íólginn í mis-djúpri vinnslu.
Bæði þessi herfi unnu vel, diskherfið þó djúptækara,
og vann öllu betur. Bæði herfin þurftu sýnilega meira
átak en 2 hesta til fullrar vinnslu til lengdar.
Siðan spaðaherfin urðu hjer kunn, hefir menn greint
nokkuð á um það, hvort þau tækju diskherfunum fram
eða ekki. Þessi tilraun, sem hjer er um að ræða, er
ekki fullnægjandi til þess að skera úr þeirri deilu, en
að því leyti sem hægt er að draga ályktun af henni,
verður það fremur diskherfinu til meðmæla. Á eitt má
þó benda, sem telja má kost við spaðaherfið umfram
hitt, og það er, að það er mun hægara í flutningi milli
vinnustaða.
Einn nefndarmanna, Halldór Vilhjálmsson, óskar þess
getið, að hann fyrir sitt leyti, samkvæmt fenginni
eigin reynslu, sje ekki í vafa um, að spaðaherfin finnsku,
einkum þau minni, sjeu miklu betri á seiga roýrarjörð
en diskherfin. En til þess að láta þau gera fyllsta gagn,
þurfi að beita fyrir þau 3 hestum, og leggja á þau
þunga 100 -150 kg.
Um traustleika þessara tveggja hería er það að segja,
að bæði eru fremur traust, diskheifið þó líklega engu síður.
„Acme“-herfið reyndist litt nothæft við tilraunina,
enda er það fremur ætlað fyrir akurjörð. Jafnvel þótt
hnífunum væri beitt svo mikið niður, að dráttar-átakið
varð 210 kg., vann það miklu lakar en spaða- og disk-
herfið.
Tindalierfiö reyndist, svo sem vænta mátti, gagns-
lítið á nýplægju, enda ekki til þess ætlað. Herfi þetta
er annars líklegt til að geta komið að góðu liði á unn-
inni jörð til yfirborðs-mylnunar og jöfnunar á undan
sáningu.