Búnaðarrit - 01.12.1921, Side 138
336
BÍJNAÐARRIT
teknar meö til samanburðar-tilraunanna. Að vísu er
«kki mikill skaði skeður að því er „Deering" snertir, því
sláttuvjelin „Delma", sem er þýskt smiði, er nákvæm
eftirlíking af „Deering" — að öllu leyti af sömu gerð.
Hitt er mjög leitt, að „Mc. Cormick“ ekki varð tekin
með, en um það verður engum kent, nema þeim, sem
hjer hafa sölu-umboð fyrir þá vjel.
Hjer að framan hefir verið gerð grein fyrir því, hvers
vegna sláttuvjelar þær, sem á sýningunni voru, voru
ekki allar reyndar. Skýrsla um hinar, sem reyndar voru,
birtist hjer á næstu bls.
Skýrslan sýnir stærðir þær, sem mældar voru á vjel-
unum, og gefur nokkurt yflrlit yfir stærð þeirra í heild'
sinni, og hið markverðasta að því er einstaka hluta
snertir.
Við samanburð á tölum þeim í skýrslunni, er sýna
stærð ein8takra hluta, verður að hafa það í huga, að
vjelarnar eru ekki allar af sömu stærð, hafa ekki sömu
Ijálengd. „Lanz Wery“ heflr 4V2 fets ljá, en „Delma"
er gerð fyrir 4 feta Ijá. Þessar tvær vjelar út af fyrir
sig geta verið nokkuð sambærilegar, að því er stærð
einstakra hluta snertir; og svo hinar fjórar út af fyrir
sig. Þegar þannig er litið á, sjest það fljótt, að t. d.
hjólahæðin er mjög svipuð. Mismunurinn á „Delma“ og
„Lanz Wery“ er tilsvarandi við stærðarmun vjelanna.
Þrjár af minni vjelunum hafa því nær sömu hjólahæð,
en ein þeirra er jöfn „Delma“, en þó minni vjel.
Annars er munur sá, sem er á hjólastærð vjelanna,
bæði hæð og hjólgjarðarbreidd, svo lítill, að það út aí
fyrir sig hefir engin veruleg áhrif á gildi þeirra.
Um næsta lið skýrslunnar, afl-flutninginn, er nokkuð
öðru máli að gegna. Fyrst og fremst er ein vjelin sjer-
stölc út af fyrir sig að þessu leyti — „Milwaukee“ —
þar sem hún hefir keðju. Um þá tilhögun má sitthvað
segja, bæði með og móti. Keðjan ætti að gera vjelina
Jjettari í drætti, en ekki kom það fram við tilraunirnar,