Búnaðarrit - 01.12.1921, Qupperneq 140
338
BÚNAÐARRIT
og'hætt er viö, þegar keðjan fer að slitna, að hún verði
í reyndinni lítt til bóta.
Um heiti hjólanna í þessum liðum skýrslunnar skal
það tekið fram, að „tannhjól“ er hjólið sem fest er á
aðal-ásnum, og hefir því sama snúningshraða og gang-
ifajólin. „Tannhjólsdrif“ er áfast „keiluhjóli" eða fast á
sama ás, en „keiluhjólsdrif" er fast á afturenda á
-sveifarhjóls-ásnum. „Tannhjólið" í vjelum þessum er af
mismunandi gerð. „Delma", „Herba“ og „AValter AVood"
‘'iiafa innan-tannahjól — tennurnar innan á hjólhringnum
— en þær „Lanz Wery“ og „Herkules“ utan-tannahjól.
Innan-tannahjól eru all-algeng í sláttuvjelum á seinni ár-
um. Með því að hafa innan-tannahjól þykir hægara ab
haía tannhjólið stærra, og er tilgangurinn sá, að gera
vjelarnar Ijettari í gangi, en innan-tannahjól eru ótraust-
ari, og auk þess er, einkum við slátt á votengi og
•óhreinni rót, meiri hætta á að óhreinindi setjist í tenn-
urnar á þeim en utan-tannahjólum, nema þá að hjól-
hlífar sjeu því betri.
Eftirtektarvert er það við tilraunirnar, að þær tvær
"vjelar sem hafa utan-tannahjól, eru, eins og skýrslan
sýnir, Ijettastar í drætti. Þó eru þessar tilraunir ekki
fullnægjandi til þess, að dregin verði aí þeim sú álykt-
un, að þetta verði alment gildandi, enda margt annað
sem hefir veruleg áhrif á ljettleikann.
Þess er ástæða til að geta um „Lanz Wery“, að tann-
'hjól hennar eru að því leyti frabrugðin hjólum hinna
vjelanna allra, að tennurnar eru skornar — ekki steyptar.
•Skornar tennur eru margfalt traustari en hinar, og sam-
grip tannanna verður miklu jafnara og nákvæmara;
enda var það sjerstaklega eftirtektarvort um þessa vjel
við tilraunirnar, hve hljóð hún var í gangi. Mun þessi
gerð tannhjólanna eiga hvað mestan þátt í því, hve vjel
Sbessi er Ijett í drætti.
Það sem í skýrslunni er nefnt ljáhraða-hlutfall, er