Búnaðarrit - 01.12.1921, Síða 144
342
BÚNAÐARRIT
ekkl sje dráttur á fram-hemlunum. Verkar þá framþung-
inn á bakbogann, en hindrar á engan hátt hreytingar
hestanna eða gerir þeim óþægindi, svo sem hætt er við,.
ef brjósthemli á framenda stangar er fest beint í aktýgja-
klafana.
Af skýrslunni sjest árangurinn af tilraununum, að því'.
er snertir þau tvö meginatriði í notkun sláttuvjela hjer
sem mestu máli skifta, dráttarþunga og nærsiægju. Að-'
því er síðara atriðið snertir, þykir rjett að taka það
fram, að engin þessara vjela tekur þeim fram, sem hjer
haía áður reynst best að þessu ieyti.
Dráttarátak það, sem skýrslan sýnir, er að eins meðal-
átak aðra leiðina, en ekki meðaltal af báðum; stafar það-
af því, að litilsháttar ónákvæmni virtist koma fram í
aflmæiingunni, á annari ieiðinni, að því er eina vjelina
snerti. En þegar það kom í ljós, var um seinan að
endurtaka mælinguna. Þykir því varlegra og rjettara að-
nota að eins tölurnar af mælingunum aðra leiðina. Mis-
munurinn á leiðinni upp og niður var yfirleitt mjög
lítill, en þó var átakið nokkru rneira á öllum vjelunum
niður en upp, og er þeim tölum hjer íylgt. Að átakið'
er meira niður en upp, hlýtur að stafa af meiri öku-
hraða þá leiðina.
Þetta er í fyrsta sinni sem mældur er dráttarþungi
sláttuvjela hjer á landi. Gæti það því verið ekki ófróð-
legt að bera saman dráttarþungann við slátt á íslensku
túni, við dráttarþunga sömu vjela eftir útlendri reynslu.
Hjer þykir þó ekki ástæða til að gera slíkan samanburð,
en hins þykir rjett að geta, að á Norðurlöndum hefir
áður alment verið litið svo á, að við slátt á venjulegu
ræktuðu engi væri dráttarþungi góðra sláttuvjela 60—90-
kg. pr. meter skárabreiddar. — Eins og sjest af skýrsl-
unni hafa að eins tvær af vjelum þeim, sem reyndar
voru á Vífilsstöðum, reynst svo ljettar í drætti.
Þess er þó vert að gæta, að ekki var þurt á, þegar