Búnaðarrit - 01.12.1921, Blaðsíða 149
BÚNAÐARRIT
347
borist i hendur vottorð frá mörgum merkum mörmum
nyrðra, og hrósa þeir allir skúffunni, og telja sjer mik-
inn hag af notkun hennar.
Skúffan þyngir að sjálfsögðu vjelina í drætti all-
verulega, og hún hlýtur að tefja sláttinn talsvert, nema
því að eins að sjerstakur maður sje látinn ganga með
vjelinni og annast að öllu leyti um skúffuna. Enda þykir
erfitt verk fyrir 1 mann að gera alt í senn, stýra hest-
um og vjel, og sjá um skúffuna
Því varð ekki við komið að reyna skúffu þessa, enda
að fiestu levti ekki nauðsynlegt; mundi varla annað
hafa komið í Ijós við þá tilraun en það, sem þegar er
staðfest af reynslu margra mauna. Að eins hefðu feng-
ist upplýsingar um dráttarþungann, sem hefði mátt verða
til bendingar við notkun skúffunnar, og þeirra upplýs-
inga verður væntanlega afiað síðar.
Skúffan er hæfilega stór og hagkvæmlega og vel smíð-
uð; er hún vafalaust gott og þarflegt áhald, sem víða
getur komið að góðum notum.
Rakstrarvj elar.
Allar rakstrarvjelarnar, sem á sýningunni voru, voru
reyndar. Fóru þær tilraunlr fram á túninu á Vífilsstöð-
um. á sama reitnum og sláttuvjelarnar voru reyndar á.
Á skýrslu þeirri, sem hjer birtist á næstu bls., sjest
að miklu leyti stærð og gerð vjejanna.
Eins og sjest af skýrslunni, eru vjelar þessar allar
mjög svipaðar að gerð í aðalatriðum.
Um vinnu vjelanna við tilraunirnar þykir rjett að
taka það fram, að verkefnið sem þeim var fengið, var
all-nærri þvi, sem þeim alment er talin ofætlun að
vinna, sem sje að raka því nær hráa töðu.
Bletturinn, sem vjelarnar voru reyndar á, hafði verið
sleginn fyrir 1—2 dögum siðan, og heyið síðan legið í
þurklausu en þurru veðri, og verið snúið einu sinni.