Búnaðarrit - 01.12.1921, Page 154
352
BTÍNAÐAKRIT
anúið 2 rifgörðum í senn, bæði sitt tíl hvorrar hliðar
og báðum til sömu hliðar, og sömuleiðis má láta hana
snúa frá báðum hliðum inn að miðjunni í 1 rifgarð.
Vjelin rann fremur liðlega, en hún leggur of mikið i
rifgarðinn — rifgarðarnir verða of stórir, og miklu stærrii
en æskilegt er, til þess að heyið þorni fljótt.
Þá virtist og nokkurt vandhæfi á því, að forkarnir
gætu tekið heyið hreint upp — hætt við að skilja eftir
dreif við rótina; einkum mundi hætt við þessu, ef flekk-
irnir væru niður barnir af regni og stormi.
Tilraun sú, er gerð var með vjel þessa, er þó tæp-
lega fullnægjandi, til þess að fyllilega verði dæmt um
nothæfi hennar. Hefði. verið æskilegt að hún hefði verifr
reynd frekar á þurrara heyi.
Vjelin er all-margbrotin að gerð og fremur ótraust,
Hæpið að hún mundi þola vel flutning, og yfir höfuð
ekki líkleg til að endast vel.
Dráttar-átak var mælt fyrir báðar þessar snúnings-
vjelar, og reyndist mjög svipað, 45—65 kg. móti brekku*
en 55 kg. undan brekku.
Flntningatæki.
Á sýningunni var ekki fjölskrúðugt af flutningatækj-
um. Engin íslensk kerra eða vagn sást þar. Því meiri
viðbrigði voru að sjá þar svo fjölbreytt og myndarlegt
safn af vögnum og sleðum, sem sýnt var frá einni
norskri verksmiðju, Moelven Brug. — Eru þau talin í
töflum I og II, á næstu bls.
Vagnarnir sem taldir eru i töflu I, voru allir reyndir-
Heyvagninn var reyndur út af fyrir sig, fór sú tilraun.
fram á Vifllsstaðatúni, á sama reit og sláttuvjelarnar
voru reyndar á. Var þessi reitur með dálitlum halla á
kafla, og var vagninum ekið eina umferð upp og niður,.
fyrst tómum og svo með mismunandi þunga — og er
dráttar-átakið sýnt á töflu III, sem birtist á bls. 354.