Hlín - 01.01.1933, Qupperneq 124
122
Hlín
»Jæja, Elías minn«, segir oddvitinn loksins, >hvað ar þjer
á höndum í dag?«
s>Jeg skal segja þjer nokkuð, oddviti góður, jeg hef mikið
hugsað um hann óla litla upp á síðkastið«.
»Hvað ertu að segja, viltu hjálpa mjer með hann óla, sorg-
arefnið mitt«.
»Bara reyna, bara reyna«, sagði Elías gamli. —
»Gætir þú gert mann úr honum, skaltu fá það vel borgað,
það er víst og satt«, segir oddvitinn.
»Já, það er nú ekkert aðalatriði, með borgunina, þó jeg þurfi
náttúrlega að fá eitthvað, því jeg er fátækur maður. En nú
skal jeg segja þjer. hvemig í öllu liggur. Þegar jeg hef komið
hingað ofan í dalinn í vetur að versla hjá kaupmanninum, hef
jeg oft heyrt talað um þennan dreng og fór að ljá þessu um-
tali eyra og hafa áhyggjur af því. Og í nótt fanst mjer greini-
lega að i'irottinn sjálfur sæti á bekknum framan við rúmið mitt
og þótti mjer hann segja: »Elías, jeg þarf að tala um nokkuð
við þig«. Jeg sagði eins og vera bar: »Talaðu herra, þjónn þinn
heyrir«.
»Það er um hann Óla litla, sem jeg ætla að tala, þú kannast
við hann«. Jeg lá grafkyr og hlustaði hugfanginn á hin bless-
uðu orð, sem framgengu af munni hans«.
»Þú ert ekki of gamall til að vinna góðverk fyrir mig«, sagði
Drottinn, »ta.ktu barnið að þjer, og jeg skal segja þjer, smá-
saman, hvemig þú átt að fara að því að gera mann úr hon-
um«. — Andlitið á afa var broshýrt og áhuginn skein út úr
augunum.
Oddvitinn var hrærður í huga yfir frásögn gamla mannsins:
»Það er enginn efi á því, Elías minn, að Drottinn hefur birst
þjer«.
»Já, þú mátt trúa því, að jeg var hamingjusamur yfir þess-
ari heimsókn, jeg sótti sálmabók og gleraugu og fór að syngja
sálminn: »Talaðu Drottinn, þjónn þinn heyrir«.
Afi fór um þessa vitrun mörgum orðum og gaf sjer varla
tíma til að heyra hvað oddvitinn hafði að segja um þetta mál.
»Guð hefur gefið mjer til kynna, að það er ekki svo lítil
stífni í stráknum«, sagði afi, »enda er það von, því hann hefur
aldrei lært að hlýða«.
Eins og nærri má geta var ekkert því til fyrirstöðu að Elías
í Ási fengi Óla 'til fósturs.
Það var rjett fyrir jólin að Óli hjelt innreið sína í kotið. Hann
var heldur letilegur þar sem hann kom labbajidi upp brekkurnar