Hlín - 01.01.1954, Blaðsíða 10
8
Hlín
legt, því hríð fauk úr lofti, en þessu tækifæri vildum við
ekki sleppa og rjeðum samstundis af að leggja upp í ferð-
ina næsta morgun.
Að morgni 15. júní leggjum við af stað í ferðina og för-
um út Laxárdal. — Við ætluðum að gista hjá kunningja-
konu okkar, sem bjó í Kasthvammi í Laxárdal, því ekki
þótti tiltækilegt að komast til Húsavíkur á einum degi. —
Veðrið var grámóskulegt og óráðið, þegar við lögðum af
stað, hvergi sást grænt lauf á við eða græn tó í götubakka,
en um miðaftansleytið, er við áttum skammt ófarið á
áfangastað, skeði undrið, sólin rauf skýin og nokkrir hlýir
regndropar fjellu, þeir fyrstu á vorinu. — Næsta morgun
lögðum við .af stað úr Kasthvammi í góðu veðri, glaðar í
skapi, og kviðum engu, bara ef ,,Vesta“ kæmi. — Og
„Vesta“ kom á tilteknum tíma í glampandi sólskini, og
grænu laufin byrjuðu strax að teygja sig í sólarljósið. — Á
Húsavík voru nokkrar þingeyskar konur, sem voru á
sömu leið. Til dæmis voru þar á meðal: Sigríður Stefáns-
dóttir, Hveravöllum, Kristín Friðlaugsdóttir, Ytra-Fjalli
og Svava Jónasdóttir, Syðra-Fjalli. — Tvær eða þrjár kon-
ur úr Þingeyjarsýslu sóttu þennan fund, senr komu eftir
öðrum leiðum. — Var nú lagt af stað og siglt til Akureyr-
ar í fögru veðri, en kuldalegt var að sjá til landsins: Grá
holt og snjór í hverju gili, þó sáust sumsstaðar skepnur
á beit og menn á ferli.
Nú var vorið að koma og þá voru allar fyrri áhyggjur
gleymdar.
Á Akureyri fengum við hinar glæsilegustu viðtökur. —
Konurnar skiftu okkur til gistingar á heimili sín og
reyndust hinar gestrisnustu húsfreyjur, sátum við þar,
eins og ráð var fyrir gert, í vikutíma í góðum fagnaði. —
Fundahöld voru á hverjum degi og mörg mál rædd. —
Þar hittist fjöldi kvenna hjer af Norðurlandi, og góð
kynni tókust, sem staðið hafa meðan starfstíminn entist,
og ennþá endast þau kynni hjá þeim, sem hitst geta. —
Mjög margar Akureyrarkonur sátu þessa fundi, og lögðu