Hlín - 01.01.1954, Page 22
20
Hlin
Á kistu hennar lagði Reykjavíkurbær krans, þjettsettan
rósum, var liann virðingar- og þakklætisvottur. — Hús-
mæðraskólarnir lögðu kransa á kistu hennar ásamt fjölda
mörgum öðrum. — Borgarstjóri, kennarar og nemendur
beggja áður taldra skóla voru við athöfnina, auk fjölda
frænda og vina. — Var hún jarðsungin af frænda sínum,
síra Eiríki Brynjólfssyni á Útskálum.
Ragnhildur Pjetursdóttir, Háteigi, Reykjavík.
MINNINGARGREIN Á 100 ÁRA AFMÆLI
Þórdísar Símonardóttur,
ljósmóður, Eyrarbakka.
Það hlýtur að vera athyglisvert að líta yfir starfsæfi
þessarar merku konu, sem borin er í heiminn 22. ágúst
1853, þegar þjóðin var í raun og veru að vakna á ný um
sjálfsvitund sína og nýir straumar eru að fara um land
og þjóð, samanber Alþingi og skólar.
Á ágætisheimili, hjá greindum foreldrum, vex þessi
unga stúlka og dafnar við margbreytilega vinnu: sveita-
störfin og tóvinnuna, ásamt lestri góðra bóka á vökunni
eins og jrá var títt. Þetta varð hinn hollasti skóli mörgum,
er ólust upp á þeim tíma.
Móðir náttúra var hörð, landið var og er land elds og
ísa, samgöngur litlar og erfiðar á sjó og landi, alt kostaði
áræði og manndóm ásamt trúmensku. — Þetta holla, en
að mörgu leyti stranga uppeldi, gerði fólkið að góðum
þ j óðf j elagsþegnum.
Það fór heldur ekki fram hjá Þórdísi, jrað sent var að
gerast, þegar liún fjekk aldur til, — Greind, skapfesta