Hlín - 01.01.1954, Blaðsíða 115
Hlín
113
vjebanda. — Einnig var nokkuð unnið að útbreiðslu vefn-
aðar með umferðakenslu. — Formaður hafði sjerstaklega
mikinn áhuga fyrir að endurriesa íslenskan vefnað, og
sýndi það á ýmsan hátt. — Arið 1938 var í fyrsta sinn ósk-
að eftir matreiðslukenslu. Kensla í þeirri grein þar með
tekin inn á starfssvið Sambandsins og námsskeið í mat-
reiðslu garðávaxta haldið í Neskaupstað 1939.
Á ársfundi Sambandsins á Norðfirði 1939 hreyfði Hall-
dóra Bjarnadóttir, sem var gestur fundarins, fyrst Bygða-
safnsmálinu. — Mintist hún á þá gömlu sveitabæi, sem
ríkið hefur tekið undir umsjá sína til varðveislu, benti á
gantla Burstarfellsbæinn í Vopnafirði, sem myndi líkleg-
astur allra sveitabæja á Austurlandi til varðveislu. — Árið
1937 var minst 10 ára afmælis Sambandsins og stofnaður
fastasjóður þess. — í gerðabókinni eru, vegna afmælisins,
skráðar þessar Ijóðlínur eftir einn ágætan Austfirðing:
„Svo skal efla systrabandið, sjá í hverjum reit
grænan skóginn, græðum landið, gerum fyrirheit.
Mörg er vorrar þjóðarþörfin, þökkum sýndar dug
fyrir unnin fjelagsstörfin fullan áratug.
Meðan arineldar brenna okkar heimaranns
lifi sæmd og samstörf kvenna: Samband Austurlands“.
Sú breyting varð á stjórn Sambandsins þetta tímabil, að
Guðrún Pálsdóttir var kjörin ritari í stað Droplaugar
Sölvadóttur, er andaðist 1938.
Tímabilið 1941—45 var að ]rví leyti sjerstaklega dapui'-
legt, að þá misti Sambandið tvær ágætar stjórnarkonur
sínar: Sigrúnu P. Blöndal, er andaðist 28. nóv. 1944, og
Margrjeti Pjetursdóttur, er andaðist 16. júlí 1944.
Formaður Sambandsins hjelt merkinu hátt til hinstu
stundar. Hún ræddi um það á ársfundi 1942, að Sam-
bandinu væri það lífsskilyrði, að eiga eitthvert mál á
hverjum tíma, sem sambandsdeildirnar gætu sameinast
um, jafnframt því, sem það ynni að efnahags- og menning-
armálum innan fjelagsdeildanna.
Hjer fer á eftir kafli úr fundargerðinni 1942: Útdrátt-
8