Hlín - 01.01.1954, Blaðsíða 102
100
Hlín
Með því að nota orðið alger í þessu sambandi, er auð-
vitað ekki átti við það, að maðurinn verði nokkurntíma
alger, heldur að hann eigi að miða siðferði sitt við hið al-
gera, og ekki að slaka á kröfunum við sjálfan sig.
Þessa háu siðferðishugsjón hefur hann sem mælikyarða,
þegar samviskan dæmir. — Minnir þetta á kenningu
lúthersku kirkjunnar um, að mælikvarði siðferðilegrar
breytni sje samviskan, upplýst af orði Guðs.
Ekki gengur MRA út frá því, að maðurinn einn og
hjálparlaus geti breytt sjálfum sjer. Hann þarf hand-
leiðslu Guðs (Guidance). Er það eitt af sterkustu ein-
kennum hreyfingarinnar, að fylgjendur hennar leita eftir
guðlegri handleiðslu á hverjum morgni, og hafa við það
sjerstaka aðferð. — Er hún í því fólgin að setjast niður í
einrúmi, úti eða inni, og biðjast fyrir. — Margir munu og
hafa það fyrir fasta venju að lesa í ritningunni. En bænin
er ekki eingöngu í því fólgin að biðja Guð um hand-
leiðslu, heldur að veita leiðsögn hans viðtöku.
Biðjandinn hefur vasabók og ritfæri við hendina, og
hripar niður það, sem í hugann kemur, — það, sem hon-
um finst, að Guð muni vilja, að hann geri. — Sumt af
þessu getur snert hans þýðingarmestu vandamál, en sumt
allskonar atvik hins daglega lífs. — Þeir, sem hafa tamið
sjer þessar hugleiðingar hinna hljóðu stunda, segja marg-
ar einkennilegar sögur af reynslu sinni, en aðalatriðið er
ekki jrað, hvað manni kann að vitrast um einstök verk og
atvik, heldur hin stöðuga meðvitund um, að guðleg leið-
sögn sje virkileiki, og að í bæninni tali Guð við manninn,
ekki síður en maðurinn við Guð.
Leiðsögnin felur það engan veginn í sjer, að maðurinn
fái svo afdráttarlaus skilaboð, að hann sje aldrei í vafa
um neinn hlut. Þvert á móti. Hann þarf skynsemi sinnar
við, og hann hefur þörf fyrir að íliuga hin innri og ytri
vandamál með öðrum. Þess vegna er það gott fyrir hann
að vera í smáhóp (grúppu) nreð öðrum. — Þeir, sem eru
sarnan í hóp, opna huga sinn hver fyrir öðrum, segja jafn-