Hlín - 01.01.1954, Blaðsíða 34
32
Hlin
hana furðu fljótt við, og notaði hún þá það skýjarof til að
gleðjast og gleðja aðra, og syngja eins og þrestirnir í björk-
unum í dalnum hennar, fagnandi vori og sól. — Hún var
heitbundin Ingólfi Bjarnarsyni, er hún ljest.
-----o-----
Er samferðamenirnir hafa runnið skeið sitt, verður ef-
laust fleirum en mjer að 1 íta yfir æfiferilinn og meta
hann. — Matið er auðvitað oft skeikular áoiskanir. —
o
Matið getur verið á tvennan hátt: Reyna má að setja sig
í spor þess horfna og spyrja: Hvers hlutur var lítill, hvers
var stór? — Hvað hlutu þeir, hvers nutu þeir? — Hitt mat-
ið er að reyna að virða, hvað go.tt öðrum mönnum hafi
hlotnast af tilveru hins látna. — Má þá oft benda á fram-
kvæmdir skörunga og stórmenna, sem halda munu nafni
þeirra á lofti. — Slíkt er oft hægt að telja og vega. — Hitt
vita síðari kynslóðir ekki til lengdar, hvert viðhorf þeirra
var til náungans, hvernig þeir voru í daglegri viðbúð,
hvernig sambúð þeirra var við smælingjana, sem þeir
höfðu mest saman við að sælda. — Þó loða enn misjafnar
sögusagnir um slíkt við nöfn ýmissa stórkarla, sem voru
uppi fyrir öldum síðan. — Hugarfar þeirra, sem líkjast Ey-
steini Noregskonungi, sem kallaður er „dýrðarmaður" í
ívars þætti Ingimundarsonar, verður ekki talið eða vegið,
og slíkt heldur minningu fárra á lofti til lengdar. —
„Hann var hugkvæmur að leita við sína ástmenn, hvað
þeim væri að harmi,“ segir sagan.
-----o-----
Fyrir nokkrunt árum síðan stóð jeg á rústum Belgsár-
bæjar. — Þar stóð naumast steinn yfir steini. — Jeg mintist
þar systranna horfnu og liðinna gleðistunda. — Mjer varð
það á að virða og meta, þó sumt væri ómetanlegt. — Ein
þeirra sá á bak nær öllum sínum nánustu, öllu sem hún
hafði barist fyrir. — Fósturdæturnar háðu stríð við hvíta