Hlín - 01.01.1954, Blaðsíða 144
142
Hlín
Altaf fellur eitthvað til af tuskum. — Jeg safna tuskum í poka,
sem jeg læt hanga á afviknum stað hjá eldavjelinni, og safna í
hann tuskum, sem tilfalla, er þá þetta altaf við hendina. —
Einnig má nota vel þurían svörð, og annað þvílíkt, og jafnvel
brjef samanvöðluð.
Hellið ekki olíu í logandi eld!
Jeg á hringprjónavjel, sem jeg prjóna mikið á fyrir heimilið.
— Alla hversdagssokka prjóna jeg í tvennu lagi, að minsta
kosti þegar kemur ofan undir hælinn, og hef þá saum á báðum
hliðum. — Þetta geri jeg til þess að hægra sje að prjóna neðan
í sokkana. — Geri jeg það oft hvað eftir annað, og nota boli og
ristar. — Geta sokkarnir litið út sem nýir, ef maður á samlitt
band. — Sparast við þetta mikið band.
------o------
Frá Eyrarbakka: Með allri strandlengju Eyrarbakkahrepps
er hlaðinn garður, sem nefndur er Sjóvarnargarður. — Hann er
víðast 5—10 feta hár, og þykkur að því skapi. — Að honum
hefur hlaðist mikið af sandi, sem er honum til styrktar.
Enginn veit nú, hve miklu Sjóvarnargarðurinn hefur bjargað,
en öryggi íbúanna á Ströndinni er alt annað. — Tekið hefur
fyrir landbrotið, svo nú grær það upp, sem áður var auðn.
Lítið mun hafa verið gert fyr en eftir flóðið mikla 1799.
Fcrðakona skrifar haustið 1953: Það er sjaldan minst á Hrísey
í ræðu eða riti. — Sumir hafa þó gefið henni nafnið: „Perla
Eyjafjarðar11, og er það orð og að sönnu. — Fegurð útsýnisins
er dásamleg, mikið graslendi og mikil ræktun, enda liggur eyj-
an vel við sól og gróðurmoldin er prýðileg. — Utvegur er þar
mikill og góður, og dugandi fólk. — Eitt af því, sem eyjar-
skeggjar rækta, einkum konurnar, eru jarðarber. — Stór og
falleg ber voru þar á borðum í lok júlímánaðar. — Flestar hafa
konurnar þessa ræktun -í kössum undir gleri. — Skrúðgarðar
eru þar svo að segja við hvert hús, fallegir og vel hirtir, og
húsin hreinleg og vel máluð. — Þeir, sem vilja bregða sjer í
stutt ferðalag frá Akureyri, ættu að heimsækja Hrísey, þangað
er maður kominn eftir IV2—2 tíma.
Útsýnið úr glugganum mínum.
Skólastíll ungrar stúlku:
Þegar jeg lít út um gluggann á herberginu mínu, blasir við
mjer fegurra og víðáttumeira útsýni en jeg er á nokkurn hátt
fær um að lýsa. — Gjarnan vildi jeg þó geta það, því marga