Hlín - 01.01.1954, Blaðsíða 80
78
Hlin
aði. — Þessi þróun fór hröðum skrefum jafnhliða fólks-
fækkuninni á sveitaheimilum. — Um slíkar breytingar er
ekki að sakast, að öðru leyti en því, hve margt vill fara for-
görðum, sem á rjett til að lifa, bæði sakir notagildis og
listgildis. — Það er engin eftirsjón að þeim iðnaði, sem
var orðinn úreltur, kostaði mikinn þrældóm og var þó illa
nothæfur. — Það sem helst átti að lifa, var hið fínna prjón
og vefnaður, trjeskurður og silfursmíði. — Þessi iðnaður
hafði mikið listgildi og var hluti af okkar þjóðmenningu.
Það er mikil eftirsjá að ábreiðuvefnaði og trjeskurði,
sem hvarf að mestu þegar flutt var úr gömlu baðstofun-
um í nýju húsin. Það var lítið, sem hægt var að flytja á
milli, og ólíkt þjóðlegri væri blærinn á margri stofu, ef
ábreiður hjengu þar á veggjum og gamall trjeskurður
prýddi ný húsgögn. — En hjer hefur samhengið slitnað, og
erfiðara verður að hnýta það aftur, en ef þráðurinn
hefði aldrei slitnað. — Hjer er verkefni fyrir framtíðina,
því að sveitin þarf að koma sjer upp endurnýjuðum stil
með gömlum fyrirmyndum, sem nothæfar eru.
Silfursmíðin fluttist aftur á móti í kaupstaðina að
mestu, og hefur lifað af. — Fagurt kvensilfur er enn smíð-
að eftir fornunr fyrirmyndum, og notkun á upphlut og
skautfötum er fremur í vexti en hitt. — Peysufötum fer
Jró víst enn fækkandi, og er alt þetta mjög athugandi um
íslenskan kvenbúning. — Það væri mikill ávinningur fyr-
ir alla alþýðu manna til sjávar og sveita, ef unt væri að
varðveita a. m. k. hátíðabúning kvenna. — Skautfötin
sóma sjer Iivar sem er, og ekki síst þar, sem viðhöfn
er mest. — Upphlut og peysufötum má breyta eftir smekk
og þægindum, enda hafa konur gert það á öllum tímum,
— en það er höfuðkostur á Jrjóðlegum búningi kvenna, að
hann er óháður hinni síhvarflandi tísku, sem er stjórnað
af þeir, sem vilja selja meira en hægt er að slíta. — í þjóð-
búningi verða konur af öllum stjettum Jrjóðfjelagsins
jafnbetur klæddar.
íslenskar konur hafa orð á sjer fyrir að klæða sig vel á