Hlín - 01.01.1954, Blaðsíða 116
114
Hlín
ur úr framsöguerindi um: Bygðasafn fyrir Austurland:
„Sigrún P. Blöndal flutti erindi um þetta mál. Hún
kvað þessa tíma svo örlagaríka niðurrifstíma, að mjög
mikil hætta væri á því, að hlutföllin yrðu öfug milli nið-
urrifs og uppbyggingar allskonar menningarverðmæta. —
Þeir vissu það best, sem starfandi væru við skóla ungu
kynslóðarinnar, hve snauð hún væri af þeim menningar-
verðmætum, sem fram til síðustu aldamóta hefðu verið
lífsviðhald og arineldur hinnar íslensku þjóðar. — Hol-
skeflur nútímans liefðu skollið með þeirn kyngikrafti á
hina uppvaxandi kynslóð, að í rauninni væri ekki með
sanngirni hægt að vænta þess, að hún fengi staðist þær. —
Hún þyrfti að njóta meiri og betri stuðnings til þess að
slitna ekki alt of mikið úr tengslum við fortíðina. — Hug-
myndina um Bygðasöfn kvað hún vera tilraun til þess.“
Fyrstu afskifti Sambandsins af þessu máli voru inni-
falin í eftirfarandi tillögu, sem samþykt var á þessum
fundi:
„Fundurinn samþykkir að fela sambandsdeildunum að rann-
saka, hver í sinni sveit eða kaupstað, hvað til er af ýmiskonar
gömlum munum, skrá þá og hvetja almenning til að láta þá af
hendi til væntanlegs Bygðasafns Austurlands."
Næsta stig málsins var það, að á ársfundi Sambandsins
1943 var lesið brjef frá formanni undirbúningsnefndar í
þessu máli. (Nefnd sú var skipuð 7 mönnum, er kjörnir
voru á samkomu í Atlavík, og var Gunnar Gunnarsson,
rithöfundur, formaður hennar.) — Þessi nefnd komst að
þeirri niðurstöðu að Búnaðar-, Kvenna- og Ungmenna-
sambönd Austurlands væru sjálfsagðir aðilar til að hafa
forgöngu þessa máls, og skyldi hvert um sig kjósa mann í
stjórn þess. — S. A. K. kaus úr sínum hóp Sigrúnu P.
Blöndal. — Hin fyrstu árin var Ragnar Asgeirsson ráðinn
til að ferðast um Sambandssvæðið til að safna munum og
varð honum allmikið ágengt.
Á þessu tímibili sóttu þrjár utanh jeraðskonur ársfundi
Sambandsins og fluttu þar erindi. Þær Hólmfríður Pjet-