Hlín - 01.01.1954, Blaðsíða 14
12
Hlín
Fjörutíu ára afmælisfundur Sambands norð-
lenskra kvenna var haldinn á Akureyri
dagana 1.-4. júlímánaðar 1954.
Fundinn sóttu eins og lög mæla fyrir fulltrúar frá öll-
um (8) deildum samtakanna úr Norðlendingafjórðungi
og Strandasýslu, (16 fulltrúar), auk stjórnarinnar.
Nokkrir gestir heiðruðu fundinn með nærveru sinni:
Prófessor Richard Beck og Berta kona hans, Bodil Beg-
trup, sendiherra, Elinborg Lárusdóttir, rithöfundur, Að-
albjörg Sigurðardóttir, sem var ein af stofnendum S. N. K.
Einnig voru gestir fundarins 3 af stofnendum Sambands-
ins úr Suður-Þingeyjarsýslu: Hólmfríður á Arnarvatni,
Sigríður í Ási og Unnur Jakobsdóttir.
Sú nýbreytni var tekin upp, að bjóða á fundinn einum
formanni nágrannasambands, Sigríði Guðmundsdóttur
frá ísafirði, formanni Sambands vestfirskra kvenna.
Sýning á gömlum heimilisiðnaðarmunum var haldin í
sambandi við fundinn. Sýningarmunir voru af sambands-
svæðinu (Norðurlandi og Strandasýslu). Sýningin var opn-
uð af forseta íslands, Ásgeiri Ásgeirssyni, sem var á ferð
um Norðurland um það leyti.
Sýningin bar vott um það, að enn er mikið til af görnl-
um merkilegum, heimaunnum munum, sem bæði karlar
og konur hafa unnið, víðsvegar um Norðurland. — Sýn-
ingin vakti athygli og var vel sótt. Einkum þótti athyglis-
verð sýning 5 skautbúninga frá gamla Laugalandsskólan-
um (70—80 ára.)
Sýningin og fundurinn hafði aðsetur sitt í Húsmæðra-
skóla Akureyrar, en gisting og mötuneyti í Heimavist
Mentaskólans. — Kann S. N. K. þessum aðilum og kven-
fjelögum í bænum hinar bestu þakkir fyrir hjálpsemi og
ýmsan greiða. H. B.