Hlín - 01.01.1954, Blaðsíða 42
40
Hlín
Reykjavíkur 1920. Elías maður hennar var organisti í
Prestsbakkasókn og barnakennari í Kirkjubæjarhreppi
yfir 10 ár. — Allir á heimilinu í Þykkvabæ hlökkuðu til
þegar amma kom aftur heim úr sínum ferðalögum, en
glaðastur var þó afi. En svo kom nú fyrir, að hann fór
með henni í heimsókn til bama sinna og vina. — Nú um
þessi áramót, 1953—1954, þegar jeg er að rekja upp þessar
minningar, eru 105 ár liðin frá fæðingu ömmu, en 110 ár
frá fæðingu afa míns. — Þau hjeldu altaf upp á afmælis-
daga sína, voru Jreir okkur börnunum, og öllu heimilLs-
fólki, hátíðisdagar. — Afi var fæddur 4. des. 1843, á að
ventusunnudag, og hjelt æfinlega til síns afmælis á þeim
sunnudegi. — Það var mikil tilhlökkun hjá okkur börn-
unum, rnátti segja að það væru „litlu jólin“ okkar. Við
fengum rúsínugraut og hangikjöt, svo uin kvöldið kaffi og
kökur, og svo var spilað fram á nótt. Var það venjulega
fyrsta spilakvöldið á vetrinum, bæði höfðu Jrau afi og
amma gaman af að spila. — Aldrei voru snert spil á virk-
um dögum nema ef næturgestir voru, sem vildu spila. —
Um jólin var helsta skemtunin að spila, þó var stundum
farið í svokallaðan „jólaleik" og leik sem hjet: „Að vefa
vaðmál“, var í honum sungið eða spilað fyrií, líkt og í
dansi, var það helst á annan í jólum, og ungu frændfólki
okkar þá boðið heim, þá fengum við líka að dansa í stof-
unni og faðir minn spilaði undir á harmoniku. — En á að-
fangadagskvöld var ekkert Jressháttar, Jrað kvöld var svo
heilagt, kyrlátt og hljótt, engu öðru kvöldi ársins líkt,
geðblærinn yfir öllu var svo sjerstakur. Jeg reyni ekki að
færa það í orð, þar á hver og einn sinn helgidóm. Þá
komst ekki að löngun til veraldlegra skemtana. — Þegar
fólkið hafði klætt sig upp, var byrjað á sálmasöng og hús-
lestri, það var hlustað og lesið um jólaboðskapinn. — Það
þurftu engar veraldlegar stórgjafir til að gleðja. Jólagjöf-
in mikla ofan frá, fylti alt, gjörði baðstofuna að dýrðleg-
um stað, sem jólaljósin lýstu upp. Alt var líka venju
fremur hreint. — Jólanóttin var svo unaðsleg, að það