Hlín - 01.01.1954, Page 99
Hlín
97
í eldhúsgarði sínum er líka mjög skemtilegt að hafa
jarðarber, rifsber og sólber — ef pláss leyfir. — Einnig
getur verið ágætt að sameina slíkan reit blóma- og trjá-
garði heimilisins, ef Jrví verður við komið. — Það fer vit-
anlega eftir ástæðum á hverjum stað.
En ekki níggir að rækta matjurtirnar, Jrað Jrarf líka að
matbúa Jrær og bera á borð. — En það er heill þáttur út af
fyrir sig og ekki sá veigaminsti, að heimilisfólkið læri að
meta og jeta þann holla mat. — En komist rnenn einu
sinni reglidega á átið, þá munu þeir vart vilja án Jreirrar
fæðu vera. •
Hvert bygt ból á landinu ætti að gera Jrað að veruleika
— og það sem fyrst — að láta jurtirnar flytja sjer, beint inn
á matborðið, lífmagnaða næringu gjöfullar móðurmold-
ar — enda á hvers manns færi, sem sýna vill ofurlítinn
áhuga, alúð og natni við að annast sinn blómgaða jurta-
garð.
Þeim manni leiðist aldrei lífið, sem kann að meta yndi
unaðslegs gróanda.
Úr kvæðinu „Bókaskápurinn". (Brot.)
Hver lokuð bók er blórn, sem nóttu sefur
með bikar luktan, hulinn myrkri í,
sem opnast strax og ilminn frá sjer gefur.
er á Jrað geislum sólin stafar hlý.
Hver opnuð bók, sem geymir líf og liti,
er lesandanum hugarsköpun ný,
sem inn í sál hans veitir nýju viti
og víkkar sjónarhringinn störfum í.
Þ. Þ. Þ„ „Lögberg".
7